Mál númer 201707158
- 27. júlí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1316
Borist hefur erindi frá umhverfisstjóra Mosfellsbæjar dags. 10. júlí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna vörubílastæðis við Bogatanga.
Afgreiðsla 441. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1316. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 21. júlí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #441
Borist hefur erindi frá umhverfisstjóra Mosfellsbæjar dags. 10. júlí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna vörubílastæðis við Bogatanga.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir breytingu á deiliskipulagi umrædds svæðis en telur að huga þurfi betur að landnýtingu.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd vegna deiliskipulags vestan Tangahverfis - Breyting á deiliskipulagi vegna vörubílastæðis við Bogatanga.
Fulltrúa Íbúarhreyfingarinnar í skipulagsnefnd þykir einboðið og leggur til að í stað þess að breyta núverandi bílastæði við Bogatanga í sorpgáma- og blómakerjaplan með þyrlupalli samkvæmt framlagðri tímamótaskissu verði skipulögð þar lóð fyrir íbúðarhús; hugsanlega 3-4 húsa raðhús. Þetta yrði tekjulind fyrir Mosfellsbæ og ólíkt betri nýting en núverandi tillaga gengur út á.