Mál númer 201703160
- 17. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #695
Drög að endurskoðuðum úthlutunareglum byggingarlóða lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki ekki óbreyttar þær lóðaúthlutunarreglur sem bæjarráð hefur nýverið samþykkt en breytingarnar taka m.a. til veigamikilla þátta svo sem fjárhagsupplýsinga umsækjenda og aðferða við úthlutun lóða.
Við úthlutun á byggingarlóðum er gegnsæi lykilatriði þvi þannig er sýnt fram á að jafnræðis sé gætt. Nýju reglurnar gera hvorugt, heldur opna þær þvert á móti á að í hvert skipti sem lóð er úthlutað setji pólitískt skipað bæjarráð nýja skilmála, svo sem um hvaða fjármálaupplýsingum umsækjendur skuli skila og hvernig og á hvaða forsendum valið skuli úr þeirra hópi.
Íbúahreyfingin telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um skilyrðin sem þarf að uppfylla þegar sótt er um lóðir í Mosfellsbæ, þ.e. reglur sem ekki vekja fleiri spurningar en þær svara og auðvelda fólki að sækja um lóðir, ekki torvelda. Úthlutunarreglur lúta ekki einungis að umsækjendum um lóðir, heldur eru þær leiðbeinandi fyrir stjórnsýsluna sem semur og kjörna fulltrúa sem ákveða úthlutunarskilmálana. Eftir því sem óvissuþættirnir eru fleiri þeim mun auðveldara verður að misstíga sig sem getur orðið dýrkeypt, auk þess sem óljóst regluverk dregur úr tiltrú fólks á yfirstjórn sveitarfélagsins.
Það sem Íbúahreyfingin stefnir að með tillögu þessari er að Mosfellsbær setji sér vel útfærðar úthlutunarreglur sem auðvelda stjórnsýslunni vinnuna, bæjarráði ákvarðanatökuna og almenningi upplýsingaöflunina.f.h. M-lista Íbúahreyfingarinnar
Sigrún H PálsdóttirTillagan er felld með átta atkvæðum S-, D- og V-lista gegn einu atkvæði M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun D- og V-lista
Bæjarlögmaður lagði fyrir bæjarráð tillögu að breyttum úthlutunareglum byggingarlóða vegna þess að í fyrsta lagi að núverandi reglur eru 12 ára gamlar og því tími kominn til að yfirfara þær.
Í öðru lagi vegna þess að núverandi reglur byggja að meginstefnu á því að auglýstar séu nokkrar lóðir og dregið sé úr gildum umsóknum. Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar illa náð utan um lóðaúthlutanir undanfarinna ára, þar sem atvinnulóðum hefur verið úthlutað til eins aðila í kjölfar auglýsingar.
Athugasemdir Íbúahreyfingarinnar snúa að skilyrðum um fjárhagslega getu. Í hvorugum reglunum, nýju eða gömlu, eru sett viðmið um hvaða fjárhagslega burði umsækjendur verða að búa yfir til að fá úthlutun lóða. Það er eðlilegt, enda getur þurft að gera mismunandi kröfur eftir því hvort til úthlutunar eru atvinnulóðir, lóðir undir fjölbýlishús eða einbýli.
Bæjarfulltrúar D- og V- lista telja þessar nýju reglur til mikilla bóta.Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að þær breytingar á úthlutunarreglum vegna byggingarlóða sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum séu til bóta og setji skýran heildarramma utan um verklag við úthlutun lóða. Ítarlegri reglur sem lúta að mismunandi kröfum, þar á meðal fjárhagslegum, sem gera þarf til umsækjenda vegna mismunandi lóða verða nánar útfærðar í úthlutunarskilmálum hverju sinni.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir athugasemd við villandi fullyrðingu í bókun D- og V-lista um að "í hvorugum reglunum, nýju eða gömlu, [séu] sett viðmið um fjárhagslega burði umsækjenda". Rétt er að í gömlu reglunum segir:
“Einstaklingur sem umsækjandi um lóð skal leggja fram greiðslumat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun og skal greiðslumatið uppfylla þær kröfur er íbúðalánasjóður/viðskiptabankarnir gera til lántakenda sinna, greiðslumatið skal bera það með sér að umsækjandi geti staðið undir þeirri fjárfestingu sem áætluð er og tilgreind í auglýsingu. Lögaðili sem umsækjandi um lóð skal leggja fram mat frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun ásamt greinargerð umsækjanda sjálfs um að viðkomandi geti staðið undir þeirri fjárfestingu sem áætluð er og tilgreind í auglýsingu.“Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar bókar mótmæli við fundarstjórn forseta. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir athugasemdir við tilraun forseta bæjarstjórnar, Bjarka Bjarnasonar, til að skerða rétt bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar til að bera af sér ámæli. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar var flutningsmaður tillögu og átti því skv. 15. g. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar fyllsta rétt á því að svara fyrir sig.Afgreiðsla 1306. fundar bæjarráðs samþykkt á 695. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum D-, V og S- lista gegn einu atkvæði M-lista Íbúahreyfingarinnar.
- 17. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #695
Drög að endurskoðuðum úthlutunareglum byggingarlóða lögð fram.
Afgreiðsla 1306. fundar bæjarráðs samþykkt á 695. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. maí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1306
Drög að endurskoðuðum úthlutunareglum byggingarlóða lögð fram.
Framlögð drög að úthlutunarreglum vegna byggingarlóða í Mosfellsbæ samþykktar með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að breytingar á úthlutunarreglum frá 2011 gefi bæjarráði of mikið svigrúm til að úthluta lóðum eftir hentugleikum og auki ógagnsæi um úthlutun og mun því ekki greiða atkvæði með þeim.