Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201703160

  • 17. maí 2017

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #695

    Drög að end­ur­skoð­uð­um út­hlut­un­a­r­egl­um bygg­ing­ar­lóða lögð fram.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn sam­þykki ekki óbreytt­ar þær lóða­út­hlut­un­ar­regl­ur sem bæj­ar­ráð hef­ur ný­ver­ið sam­þykkt en breyt­ing­arn­ar taka m.a. til veiga­mik­illa þátta svo sem fjár­hags­upp­lýs­inga um­sækj­enda og að­ferða við út­hlut­un lóða.
    Við út­hlut­un á bygg­ing­ar­lóð­um er gegn­sæi lyk­il­at­riði þvi þann­ig er sýnt fram á að jafn­ræð­is sé gætt. Nýju regl­urn­ar gera hvor­ugt, held­ur opna þær þvert á móti á að í hvert skipti sem lóð er út­hlutað setji póli­tískt skip­að bæj­ar­ráð nýja skil­mála, svo sem um hvaða fjár­má­la­upp­lýs­ing­um um­sækj­end­ur skuli skila og hvern­ig og á hvaða for­send­um val­ið skuli úr þeirra hópi.
    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að skýr­ar regl­ur gildi um skil­yrð­in sem þarf að upp­fylla þeg­ar sótt er um lóð­ir í Mos­fells­bæ, þ.e. regl­ur sem ekki vekja fleiri spurn­ing­ar en þær svara og auð­velda fólki að sækja um lóð­ir, ekki tor­velda. Út­hlut­un­ar­regl­ur lúta ekki ein­ung­is að um­sækj­end­um um lóð­ir, held­ur eru þær leið­bein­andi fyr­ir stjórn­sýsl­una sem sem­ur og kjörna full­trúa sem ákveða út­hlut­un­ar­skil­mál­ana. Eft­ir því sem óvissu­þætt­irn­ir eru fleiri þeim mun auð­veld­ara verð­ur að mis­stíga sig sem get­ur orð­ið dýr­keypt, auk þess sem óljóst reglu­verk dreg­ur úr til­trú fólks á yf­ir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins.
    Það sem Íbúa­hreyf­ing­in stefn­ir að með til­lögu þess­ari er að Mos­fells­bær setji sér vel út­færð­ar út­hlut­un­ar­regl­ur sem auð­velda stjórn­sýsl­unni vinn­una, bæj­ar­ráði ákvarð­ana­tök­una og al­menn­ingi upp­lýs­inga­öfl­un­ina.

    f.h. M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Sigrún H Páls­dótt­ir

    Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um S-, D- og V-lista gegn einu at­kvæði M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Bók­un D- og V-lista
    Bæj­ar­lög­mað­ur lagði fyr­ir bæj­ar­ráð til­lögu að breytt­um út­hlut­un­a­r­egl­um bygg­ing­ar­lóða vegna þess að í fyrsta lagi að nú­ver­andi regl­ur eru 12 ára gaml­ar og því tími kom­inn til að yf­ir­fara þær.
    Í öðru lagi vegna þess að nú­ver­andi regl­ur byggja að meg­in­stefnu á því að aug­lýst­ar séu nokkr­ar lóð­ir og dreg­ið sé úr gild­um um­sókn­um. Þetta fyr­ir­komulag hef­ur hins veg­ar illa náð utan um lóða­út­hlut­an­ir und­an­far­inna ára, þar sem at­vinnu­lóð­um hef­ur ver­ið út­hlutað til eins að­ila í kjöl­far aug­lýs­ing­ar.
    At­huga­semd­ir Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar snúa að skil­yrð­um um fjár­hags­lega getu. Í hvor­ug­um regl­un­um, nýju eða gömlu, eru sett við­mið um hvaða fjár­hags­lega burði um­sækj­end­ur verða að búa yfir til að fá út­hlut­un lóða. Það er eðli­legt, enda get­ur þurft að gera mis­mun­andi kröf­ur eft­ir því hvort til út­hlut­un­ar eru at­vinnu­lóð­ir, lóð­ir und­ir fjöl­býl­is­hús eða ein­býli.
    Bæj­ar­full­trú­ar D- og V- lista telja þess­ar nýju regl­ur til mik­illa bóta.

    Bók­un S-lista
    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að þær breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­regl­um vegna bygg­ing­ar­lóða sem bæj­ar­ráð sam­þykkti á fundi sín­um séu til bóta og setji skýr­an heildarramma utan um verklag við út­hlut­un lóða. Ít­ar­legri regl­ur sem lúta að mis­mun­andi kröf­um, þar á með­al fjár­hags­leg­um, sem gera þarf til um­sækj­enda vegna mis­mun­andi lóða verða nán­ar út­færð­ar í út­hlut­un­ar­skil­mál­um hverju sinni.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir at­huga­semd við vill­andi full­yrð­ingu í bók­un D- og V-lista um að "í hvor­ug­um regl­un­um, nýju eða gömlu, [séu] sett við­mið um fjár­hags­lega burði um­sækj­enda". Rétt er að í gömlu regl­un­um seg­ir:
    “Ein­stak­ling­ur sem um­sækj­andi um lóð skal leggja fram greiðslu­mat frá við­skipta­banka eða fjár­mála­stofn­un og skal greiðslu­mat­ið upp­fylla þær kröf­ur er íbúðalána­sjóð­ur/við­skipta­bank­arn­ir gera til lán­tak­enda sinna, greiðslu­mat­ið skal bera það með sér að um­sækj­andi geti stað­ið und­ir þeirri fjár­fest­ingu sem áætluð er og til­greind í aug­lýs­ingu. Lög­að­ili sem um­sækj­andi um lóð skal leggja fram mat frá við­skipta­banka eða fjár­mála­stofn­un ásamt grein­ar­gerð um­sækj­anda sjálfs um að við­kom­andi geti stað­ið und­ir þeirri fjár­fest­ingu sem áætluð er og til­greind í aug­lýs­ingu.“

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Full­trúi M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar bók­ar mót­mæli við fund­ar­stjórn for­seta. Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir at­huga­semd­ir við til­raun for­seta bæj­ar­stjórn­ar, Bjarka Bjarna­son­ar, til að skerða rétt bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar til að bera af sér ámæli. Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar var flutn­ings­mað­ur til­lögu og átti því skv. 15. g. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar fyllsta rétt á því að svara fyr­ir sig.

    Af­greiðsla 1306. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um D-, V og S- lista gegn einu at­kvæði M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    • 17. maí 2017

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #695

      Drög að end­ur­skoð­uð­um út­hlut­un­a­r­egl­um bygg­ing­ar­lóða lögð fram.

      Af­greiðsla 1306. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 11. maí 2017

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1306

        Drög að end­ur­skoð­uð­um út­hlut­un­a­r­egl­um bygg­ing­ar­lóða lögð fram.

        Fram­lögð drög að út­hlut­un­ar­regl­um vegna bygg­ing­ar­lóða í Mos­fells­bæ sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
        Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­regl­um frá 2011 gefi bæj­ar­ráði of mik­ið svigrúm til að út­hluta lóð­um eft­ir hent­ug­leik­um og auki ógagn­sæi um út­hlut­un og mun því ekki greiða at­kvæði með þeim.