9. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun með áfengi og tóbak201703051
Gefin er kostur á að koma að umsögn um frumvarpið fyrir 17. mars nk.
Lagt fram.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Um er að ræða grundvallarbreytingu á sölu og kynningu á áfengi og tóbaki og mikilvægt að þjóðin fái að segja sitt álit á henni.2. Okkar Mosó201701209
Lagðar fram tillögur að hugmyndum sem fara áfram í íbúakosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda 25 hugmyndir, sem komu í gegnum verkefnið Okkar Mósó, í íbúakosningu.
3. Fossatunga, Gatnagerð í Leirvogstungu201606158
Óskað er heimildar að bjóða út gatnagerð í Fossatungu og áfangaskipta í samræmi við meðfylgjandi minnisblað
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út gatnagerð í Leirvogstungu í tveimur áföngum í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
4. Gæðahandbók Mosfellsbæjar201702161
Gæðahandbók Mosfellsbæjar: staða verkefna
Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, og Óskar Þór Þráinsson (ÓÞÞ), verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu, mættu á fundinn undir þessum lið.
Staða við gerð gæðahandbókar Mosfellsbæjar kynnt.
5. Viðhald á húsnæði bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar201703078
Bæjarstjóri gerir grein fyrir niðurstöðu úttektar á húsnæði bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar í Kjarna.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Úttekt á húsnæði bæjarskrifstofa í Kjarna rædd.