Mál númer 201702031
- 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Kosning í bæjarráð skv. 26. gr. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga var gerð um eftirtalda sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar:
Sem formaður, Hafsteinn Pálsson af D- lista.
Sem varaformaður, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir af D- lista.
Sem aðalmaður, Anna Sigríður Guðnadóttir af S- lista
Sem áheyrnarfulltrúar Bjarki Bjarnason af V-lista og Sigrún H. Pálsdóttir af M-lista.Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru ofantaldir því rétt kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
- 8. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #688
Kosning nýs fulltrúa D-lista í bæjarráð.
Fram kom tillaga um Theódór Kristjánsson sem aðalmann í bæjarráð stað Bryndísar Haraldsdóttur. Jafnframt var lagt til að Kolbrún G. Þorsteinsdóttir yrði formaður bæjarráðs og Theódór Kristjánsson varaformaður.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þær því samþykktar.