Mál númer 201609118
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar
Afgreiðsla 247. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. september 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #247
Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar
Ein tilnefning barst til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2016. Tilnefningin var um Félagsmiðstöðina Bólið sem þjónar börnum og ungmennum á aldrinum 10-16 ára. Stefnumótun og dagskrárgerð félagsmiðstöðvarinnar er í samvinnu við börnin og ungmennin og tekur tillit til beggja kynja. Aðsóknartölur eru kyngreindar og þannig er hægt að bregðast við ef misvægi er í aðstókn. Þá er við ráðningu starfsmanna litið til þess að kynjahlutföll séu sem jöfnust.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Félagsmiðstöðinni Bólinu jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2016.