10. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning201603007
Yrkjusjóður - beiðni um stuðning. Meðfylgjandi er umsögn starfsmanna vegna sambærilegs erindis árið 2015.
Bæjarráð getur ekki fallist á umbeðna styrkveitingu þar sem hún fellur ekki innan fjárhagsáætlunar.
Framkominn tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar er felld með þrem atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mikilvægt að Mosfellsbær styðji betur við bakið á skógrækt í sveitarfélaginu en gert er. Verkefni Yrkjusjóðs hefur mikið fræðslugildi fyrir grunnskólabörn og er það hugsað sem hluti af umhverfisfræðslu. Íbúahreyfingin harmar því þá afstöðu bæjarráðs að styrkja ekki Yrkjusjóð en sjóðurinn hefur gefið börnum í Mosfellsbæ yfir 13 þúsund tré til gróðursetningar á undanförnum árum.
Íbúahreyfingin telur mikilvægt að endurskoða þá upphæð sem veitt er til skógræktar í Mosfellsbæ yfirleitt og brýnt að umsóknin verði tekin til umfjöllunar í umhverfisnefnd.Tillaga fulltrúa S-lista
Umhverfsnefnd taki til sérstakrar umræðu skógrækt í Mosfellsbæ, þar á meðal skógrækt á vegum grunnskólanna.Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun fulltrúa V-, D- og S- lista
Öflugt skógræktarstarf er stundað í Mosfellsbæ fyrst og fremst vegna starfs Skógræktarfélags Mosfellsbæjar sem og stuðnings bæjarins við það verkefni. Bæjarráð vísar til þess að unnið er að heildstæðu grænu skipulagi, þar sem jafnframt verði tekið á skógrækt, á vettvagni umhverfissviðs.2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna201603034
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna.
Lagt fram.
3. Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili201603049
Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.
Lagt fram.
4. Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð201602356
Umsögn lögmanns varðandi beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu og fela lögmanni að svara því í samræmi við framlagt minnisblað.
5. XXX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016201603028
Boðun á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016.
Lagt fram.
6. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2016201601138
Óskað er heimildar til útgáfu og sölu skuldabréfa úr flokknum MOS 15 1. Erindi þetta var áður á dagsskrá 1245. fundar bæjarráðs hinn 28. janúar 2016.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki lán með útgáfu rafrænna skuldabréfa í skuldabréfaflokknum „MOS 15 1“, að nafnverði 500mkr og þau seld á ávöxtunarkröfunni 3,27%.
Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast útgáfu og sölu skuldabréfanna.