Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing201603007

    Yrkjusjóður - beiðni um stuðning. Meðfylgjandi er umsögn starfsmanna vegna sambærilegs erindis árið 2015.

    Bæj­ar­ráð get­ur ekki fall­ist á um­beðna styrk­veit­ingu þar sem hún fell­ur ekki inn­an fjár­hags­áætl­un­ar.

    Fram­kom­inn til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar er felld með þrem at­kvæð­um.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur mik­il­vægt að Mos­fells­bær styðji bet­ur við bak­ið á skógrækt í sveit­ar­fé­lag­inu en gert er. Verk­efni Yrkju­sjóðs hef­ur mik­ið fræðslu­gildi fyr­ir grunn­skóla­börn og er það hugsað sem hluti af um­hverf­is­fræðslu. Íbúa­hreyf­ing­in harm­ar því þá af­stöðu bæj­ar­ráðs að styrkja ekki Yrkju­sjóð en sjóð­ur­inn hef­ur gef­ið börn­um í Mos­fells­bæ yfir 13 þús­und tré til gróð­ur­setn­ing­ar á und­an­förn­um árum.
    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að end­ur­skoða þá upp­hæð sem veitt er til skóg­rækt­ar í Mos­fells­bæ yf­ir­leitt og brýnt að um­sókn­in verði tekin til um­fjöll­un­ar í um­hverf­is­nefnd.

    Til­laga full­trúa S-lista
    Um­hverfs­nefnd taki til sér­stakr­ar um­ræðu skógrækt í Mos­fells­bæ, þar á með­al skógrækt á veg­um grunn­skól­anna.

    Til­lag­an er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un full­trúa V-, D- og S- lista
    Öfl­ugt skóg­rækt­ar­starf er stundað í Mos­fells­bæ fyrst og fremst vegna starfs Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar sem og stuðn­ings bæj­ar­ins við það verk­efni. Bæj­ar­ráð vís­ar til þess að unn­ið er að heild­stæðu grænu skipu­lagi, þar sem jafn­framt verði tek­ið á skógrækt, á vett­vagni um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um hæfis­skil­yrði leið­sögu­manna201603034

    Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna.

    Lagt fram.

  • 3. Um­sögn vegna til­lögu til þings­álykt­un­ar um end­ur­skoð­un laga um lög­heim­ili201603049

    Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.

    Lagt fram.

  • 4. Beiðni um und­an­þágu til skrán­ing­ar lög­heim­il­is í frí­stunda­byggð201602356

    Umsögn lögmanns varðandi beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu og fela lög­manni að svara því í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

  • 5. XXX. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2016201603028

    Boðun á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016.

    Lagt fram.

  • 6. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2016201601138

    Óskað er heimildar til útgáfu og sölu skuldabréfa úr flokknum MOS 15 1. Erindi þetta var áður á dagsskrá 1245. fundar bæjarráðs hinn 28. janúar 2016.

    Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki lán með út­gáfu ra­f­rænna skulda­bréfa í skulda­bréfa­flokkn­um „MOS 15 1“, að nafn­verði 500mkr og þau seld á ávöxt­un­ar­kröf­unni 3,27%.

    Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar sem tengjast út­gáfu og sölu skulda­bréf­anna.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32