Mál númer 201510123
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Skólastjórar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla kynna fyrir fræðslunefnd skólabyrjun grunnskólanna haustið 2015.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að bæjarstjórn óski eftir fundi með skólastjórnendum og kennurum í grunnskólum í Mosfellsbæ um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur verið til á fjárhagsárinu 2015.$line$$line$Bókun fulltrúa V- og D-lista:$line$Fulltrúar V- og D- lista leggja til að tillagan verði felld. Fulltrúar skólastjórnenda og kennara sitja fundi fræðslunefndar þar sem þessi mál eru til umfjöllunar, bæjarstjórn grípur ekki fram fyrir hendur fagnefnda bæjarins. Einnig er vert að benda á fyrirhugaðar heimsóknir bæjarráðs í stofnanir bæjarins þar sem rekstur stofna er til umfjöllunar.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum V- og D-lista gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.$line$$line$Bókun fulltrúa S-lista:$line$Í ljósi þess að nú styttist í fundahöld með skólastjórnendum vegna gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2016, þar sem þessi mál mun án ef bera á góma, telja fulltrúar Samfylkingarinnar ekki tímabært að kalla til sérstakra funda um rekstur skólanna á þessum tímapunkti.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir$line$Ólafur Ingi Óskarsson$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Íbúahreyfingin vekur athygli á að formaður fræðslunefndar benti fulltrúa kennara í fræðslunefnd á að nefndin væri ekki vettvangur til að ræða þann vanda sem upp er kominn í Varmárskóla og hann sagði frá á fundi fræðslunefndar, slíkt ætti ekki heima á fundi heldur innan veggja skólans. Þessu er Íbúahreyfingin ekki sammála og bendir máli sínu til stuðnings á 3. gr. samþykktar fyrir fræðslunefnd Mosfellsbæjar.$line$$line$Afgreiðsla 312. fundar fræðslunefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #312
Skólastjórar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla kynna fyrir fræðslunefnd skólabyrjun grunnskólanna haustið 2015.
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir skólastarf í haustbyrjun 2015.