Mál númer 201412266
- 14. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #641
Umræða um aðgengi nemenda við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að stætisvögnum
Afgreiðsla 26. fundar ungmennaráð samþykkt á 641. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. desember 2014
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #26
Umræða um aðgengi nemenda við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að stætisvögnum
Rætt um aðgengi nemenda við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að strætisvögnum.
Ekkert strætóskýli er við framhaldsskólann og almenningssamgöngur mikið notaðar.
Ungmennaráð leggur til að sett verði upp strætóskýli við framhaldsskólann og ruslatunnur verði almennt hafðar á biðstöðvum Strætó í Mosfellsbæ. Skoða eigi hvort hægt sé að hafa strætóskýli við skóla í Mosfellsbæ upphituð yfir vetrartímann. Einnig væri æskilegt að leið 15 stoppaði á biðstöð Strætó við framhaldsskólann.