17. desember 2014 kl. 12:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
- Hjördís Margrét Hjartardóttir varamaður
- Ísak Ólason aðalmaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Steinunn Guðbrandsdóttir aðalmaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Guðmundur Árni Bang Hlynsson varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Biðstöðvar strætisvagna við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar201412266
Umræða um aðgengi nemenda við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að stætisvögnum
Rætt um aðgengi nemenda við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að strætisvögnum.
Ekkert strætóskýli er við framhaldsskólann og almenningssamgöngur mikið notaðar.
Ungmennaráð leggur til að sett verði upp strætóskýli við framhaldsskólann og ruslatunnur verði almennt hafðar á biðstöðvum Strætó í Mosfellsbæ. Skoða eigi hvort hægt sé að hafa strætóskýli við skóla í Mosfellsbæ upphituð yfir vetrartímann. Einnig væri æskilegt að leið 15 stoppaði á biðstöð Strætó við framhaldsskólann.2. Rútuferðir að skíðasvæðinu við Skálafell201412268
Umræða um samgöngur frá Mosfellsbæ að skíðasvæðinu við Skálafell
Rætt um mögulega opnun og ferðir að skíðasvæðinu við Skálafell fyrir almenning í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð leggur til að skíðasvæðið í Skálafelli verði haft opið í vetur ef veður leyfir og skoðað verði hvernig megi auka aðgengi íbúa í Mosfellsbæ að svæðinu. Einnig mælir ungmennaráð með því að opnunartími skíðasvæðisins í Bláfjöllum um helgar verði lengdur.3. Snjómokstur í Mosfellsbæ 2014-2015201412269
Umræður um snjómokstur í Mosfellsbæ veturinn 2014-2015
Rætt um snjómokstur í Mosfellsbæ veturinn 2014-2015.
Ungmennaráð óskar eftir því að snjómokstur á göngustígum við Háholt að Framhaldsskóla Mosfellsbæjar verði í meiri forgangi og að almennt verði lögð meiri áhersla á hálkuvarnir á stígum bæjarins.