1. apríl 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Raddir barna - samantekt 2014201403525
Samantekt á viðhorfum barna frá 2ja ára til 18 ára. Unnið upp úr gögnum frá samantekt sem unnin var við gerð Skólastefnu Mosfellsbæjar árið 2010 og í tengslum við Skólaþing í maí 2013. Á fundinn mætir Páll Líndal umhverfissálfræðingur sem hefur unnið að skýrslunni með starfsmönnum Skólaskrifstofu.
Páll Líndal kynnti skýrslu um viðhorf barna til þess hvað prýða megi góðan skóla.
2. Stóra upplestrarkeppnin 2014201403528
Stóra upplestrarkeppnin árið 2014 hefur farið fram. Farið verður yfir hvernig til tókst og aðrar hugmyndir að verkefnum fyrir eldri og yngri grunnskólanemendur.
Farið var yfir hugmyndir um þróun verkefna sem tengjast eflingu lesturs og íslensks máls.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með árangur í Stóru upplestrarkeppninni, en allir 7. bekkingar taka þátt í henni. Nefndin hvetur skólana að grunnskólabörn fái árlega að spreyta sig á verkefnum sem eflir málþroska þeirra og bætir getu þeirra til tjáningar á íslensku máli.
3. Sérþarfabörn í leik- og grunnskólum 2012 og 2013, samanburður milli ára201403488
Lagt fram til upplýsinga
Upplýsingar um fjölda barna með sérþarfir í leik- og grunnskólum lagðar fram.
4. Skólar og menntun í fremstu röð - Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fram til 2020201403530
Lagðar fram tvær skýrslur verkefnisstjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem tengist Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins: Skólar og menntun í fremstu röð.
Skýrslurnar lagðar fram. Fræðslunefnd leggur til að skýrslurnar verði kynntar í leik- og grunnskólum bæjarins.
5. Könnun á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.201403529
Niðurstöður kynntar.
Lagt fram. Fræðslunefnd leggur til að könnunin verði kynnt í leik- og grunnskólum bæjarins.
6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Lagt fram.