Mál númer 201403159
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Bæjarráðsmaðurinn óskar eftir umfjöllun í bæjarráði um réttmæti neitunar og hvort hún samræmist lögum og reglum.
Afgreiðsla 1157. fundar bæjarráðs samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1157
Bæjarráðsmaðurinn óskar eftir umfjöllun í bæjarráði um réttmæti neitunar og hvort hún samræmist lögum og reglum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Tómas G. Gíslason (TGG) umhverfisstjóri.
Tillaga kom fram frá Jóni Jósef Bjarnasyni um að málið fengi þann titil sem upphaflega var óskað eftir. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Umræður fóru fram um dagskrárliðinn en tilefni hans var að ekki hafi verið orðið við upphaflegri ósk nefndarmanns í umhverfisnefnd um mál á dagskrá. Á síðast ári fóru fram umræður, og fram kom umsögn, um rétt nefndarmanna til þess að fá erindi tekin á dagskrá funda en í umsögninni sem kynnt hefur verið í öllum nefndum, kom m.a. fram ríkur réttur nefndarmanna til þess að óska eftir dagskrármálum.
Tillaga kom fram um að breyta nafni dagskrárliðarins í, Réttur sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum.