Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201403159

  • 26. mars 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #623

    Bæj­ar­ráðs­mað­ur­inn ósk­ar eft­ir um­fjöllun í bæj­ar­ráði um rétt­mæti neit­un­ar og hvort hún sam­ræm­ist lög­um og regl­um.

    Af­greiðsla 1157. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 623. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

    • 13. mars 2014

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1157

      Bæj­ar­ráðs­mað­ur­inn ósk­ar eft­ir um­fjöllun í bæj­ar­ráði um rétt­mæti neit­un­ar og hvort hún sam­ræm­ist lög­um og regl­um.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Tóm­as G. Gíslason (TGG) um­hverf­is­stjóri.

      Til­laga kom fram frá Jóni Jósef Bjarna­syni um að mál­ið fengi þann tit­il sem upp­haf­lega var óskað eft­ir. Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

      Um­ræð­ur fóru fram um dag­skrárlið­inn en til­efni hans var að ekki hafi ver­ið orð­ið við upp­haf­legri ósk nefnd­ar­manns í um­hverf­is­nefnd um mál á dagskrá. Á síð­ast ári fóru fram um­ræð­ur, og fram kom um­sögn, um rétt nefnd­ar­manna til þess að fá er­indi tekin á dagskrá funda en í um­sögn­inni sem kynnt hef­ur ver­ið í öll­um nefnd­um, kom m.a. fram rík­ur rétt­ur nefnd­ar­manna til þess að óska eft­ir dag­skrár­mál­um.

      Til­laga kom fram um að breyta nafni dag­skrárlið­ar­ins í, Rétt­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá. Til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.