Mál númer 201311268
- 4. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #616
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd.
Afgreiðsla 1145. fundar bæjarráðs lögð fram á 616. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Eftirfarandi tillaga kom fram frá Jónasi Sigurðssyni:$line$$line$Frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd:$line$$line$Með tilvísun í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarp núgildandi laga um náttúruvernd lýsir Mosfellsbær sig andvígan frumvarpi um að Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, sem taka eigi gildi 1. apríl 2014, falli brott.$line$$line$Tillagan felld með 4 atkvæðum.$line$$line$Eftirfarandi bókun kom fram frá Jónasi Sigurðssyni:$line$$line$Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar samþykkti umsögn við drög að núgildandi náttúruverndarlögum í september 2012 sem staðfest var í bæjarráði og síðan í bæjarstjórn. Í umsögninni var bennt á að drögin feli í sér margar jákvæðar breytingar á náttúruverndarlögum. Það er því óskiljanlegt að meirihluti bæjarstjórnar skuli ekki vilja nú standa við þá umsögn og mæla gegn því að lögin falli brott.
- 28. nóvember 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1145
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja erindið fram.