28. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi201311038
Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal sem þær segja að valdi lyktarmengun í nágrenni Melkots og Gljúfrasteins. Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar sem bæjarráð óskaði eftir á 1142. fundi sínum þann 7. nóvember s.l.
Til máls tóku BH, JJB, JS, HP, KT
Samþykkt með þremur atkvæðum að að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis og óskað sérstaklega eftir upplýsingum um stöðu starfsleyfis.
2. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá 2014201311205
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá slökkviliðsins 2014, en gjaldskráin þarfnast samþykktar bæjarráð Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta af hálfu Mosfellsbæjar framlagða gjaldskrá SHS vegna 2014.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir201311222
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja erindið fram.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífsýnasöfn201311224
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 110/2000 um lífeýnasöfn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja erindið fram.
5. Rekstur deilda janúar til september 2013201311265
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til september.
Borin upp tillaga JJB sem hljóðar svo:
Ekki er ljóst við hvaða áætlun er miðað, samanburður skal vera við upprunalega áætlun. Ég legg til að yfirlitinu verði breytt til samræmis.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Borin upp tillaga formanns um að yfirlitið verði lagt fram og upplýsingarnar verði birtar á heimasíðu bæjarins.
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
Yfirlitið lagt fram.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd201311268
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja erindið fram.