Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. nóvember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur og Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur varð­andi dreif­ingu á úr­gangi úr minka­búi201311038

    Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal sem þær segja að valdi lyktarmengun í nágrenni Melkots og Gljúfrasteins. Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar sem bæjarráð óskaði eftir á 1142. fundi sínum þann 7. nóvember s.l.

    Til máls tóku BH, JJB, JS, HP, KT

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is og óskað sér­stak­lega eft­ir upp­lýs­ing­um um stöðu starfs­leyf­is.

    • 2. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi gjaldskrá 2014201311205

      Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi gjaldskrá slökkviliðsins 2014, en gjaldskráin þarfnast samþykktar bæjarráð Mosfellsbæjar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa af hálfu Mos­fells­bæj­ar fram­lagða gjaldskrá SHS vegna 2014.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um vís­inda­rann­sókn­ir201311222

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leggja er­ind­ið fram.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um líf­sýna­söfn201311224

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 110/2000 um lífeýnasöfn.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leggja er­ind­ið fram.

          • 5. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2013201311265

            Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til september.

            Borin upp til­laga JJB sem hljóð­ar svo:

            Ekki er ljóst við hvaða áætlun er mið­að, sam­an­burð­ur skal vera við upp­runa­lega áætlun. Ég legg til að yf­ir­lit­inu verði breytt til sam­ræm­is.

            Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu.

            Borin upp til­laga formanns um að yf­ir­lit­ið verði lagt fram og upp­lýs­ing­arn­ar verði birt­ar á heima­síðu bæj­ar­ins.

            Til­lag­an sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu.

            Yf­ir­lit­ið lagt fram.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um nátt­úru­vernd201311268

              Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leggja er­ind­ið fram.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um barna­vernd­ar­lög201311269

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum með síðari breytingum.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­un­um til fram­kvæmd­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30