Mál númer 201309391
- 9. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #612
Fulltrúar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla fara yfir stöðu tölvukosts skólanna og væntingar til framtíðar.
Afgreiðsla 284. fundar fræðslunefndar samþykkt á 612. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 24. september 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #284
Fulltrúar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla fara yfir stöðu tölvukosts skólanna og væntingar til framtíðar.
Á fundinn mættu sérfræðingar og ráðgjafar grunnskóla um tölvumál, Andrés Ellert úr Varmárskóla og Kristján Sigurðsson Lágafellsskóla.
Fræðslunefnd mælist til þess við Skólaskrifstofuna að taka saman upplýsingar um stöðu tölvumála og upplýsingatækni í grunnskólunum, með það að markmiði að miðla af mismunandi reynslu skólanna. Jafnframt verði unnið að stefnumótun um uppbyggingu tölvubúnaðar við skólana.