24. september 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
- Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir
- Óðinn Pétur Vigfússon
- Fjalar Freyr Einarsson
- Óskar Grímur Kristjánsson
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla um upplýsingatækni í grunnskólum2013082099
Lagt fram til upplýsinga.
Skýrslan lögð fram.
2. Tölvumál í grunnskólum Mosfellsbæjar.201309391
Fulltrúar Lágafellsskóla, Varmárskóla og Krikaskóla fara yfir stöðu tölvukosts skólanna og væntingar til framtíðar.
Á fundinn mættu sérfræðingar og ráðgjafar grunnskóla um tölvumál, Andrés Ellert úr Varmárskóla og Kristján Sigurðsson Lágafellsskóla.
Fræðslunefnd mælist til þess við Skólaskrifstofuna að taka saman upplýsingar um stöðu tölvumála og upplýsingatækni í grunnskólunum, með það að markmiði að miðla af mismunandi reynslu skólanna. Jafnframt verði unnið að stefnumótun um uppbyggingu tölvubúnaðar við skólana.
3. Reglur um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög201309383
Lögð fram drög að reglum fyrir Mosfellsbæ um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að reglur um samskipti skóla og trúfélaga verði samþykktar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
4. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2012-2013201309236
Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2012-13 lögð fram til upplýsinga
Ársskýrsla lögð fram.
5. Úttekt á starfsemi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ201309377
Lagt fram til upplýsinga.
Skýrsla um starfsemi FMOS lögð fram.
6. Nafn á nýjar leikskóladeildir201309437
Gerð er tillaga um nafnaval á leikskóladeild við Blikastaðaveg vestan Þrastarhöfða
Fræðslunefnd leggur til að kjör á nafni fari fram á heimasíðu bæjarins. Lagt er til við bæjarstjórn að kosið verði um eftirfarandi nöfn: Blikaból, Höfðaból, Höfðaberg.