Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201308018

  • 28. ágúst 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #609

    Far­ið yfir til­nefn­ing­ar til um­hverfis­við­ur­kenn­inga Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013 fyr­ir húsagarða, íbúa­göt­ur og fyr­ir­tæki/stofn­an­ir.

    Af­greiðsla 143. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 609. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

    • 15. ágúst 2013

      Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #143

      Far­ið yfir til­nefn­ing­ar til um­hverfis­við­ur­kenn­inga Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013 fyr­ir húsagarða, íbúa­göt­ur og fyr­ir­tæki/stofn­an­ir.

      Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir að veita eft­ir­töld­um að­il­um um­hverf­is­verð­laun:

      Golf­klúbbur­inn Kjöl­ur fær verð­laun fyr­ir fal­legt og vel hirt um­hverfi í sátt við nátt­úru sem býð­ur upp á fjöl­þætta úti­vist­ar­mögu­leika með­fram strand­lengju Mos­fells­bæj­ar.

      Þjón­ustu­stöð Olís við Langa­tanga fær verð­laun fyr­ir snyrti­legt um­hverfi, vel hirta lóð og virka um­hverf­is­stefnu.

      Hjalla­brekka, Skála­hlíð 43 fær verð­laun fyr­ir fjöl­breytt­an gróð­ur í stór­um útigarði sem og gróð­ur­húsi þar sem rækt­að­ar hafa ver­ið fjöl­marg­ar teg­und­ir og gott úr­val af nytja­plönt­um.