Mál númer 201308018
- 28. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #609
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.
Afgreiðsla 143. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 609. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. ágúst 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #143
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.
Umhverfisnefnd samþykkir að veita eftirtöldum aðilum umhverfisverðlaun:
Golfklúbburinn Kjölur fær verðlaun fyrir fallegt og vel hirt umhverfi í sátt við náttúru sem býður upp á fjölþætta útivistarmöguleika meðfram strandlengju Mosfellsbæjar.
Þjónustustöð Olís við Langatanga fær verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi, vel hirta lóð og virka umhverfisstefnu.
Hjallabrekka, Skálahlíð 43 fær verðlaun fyrir fjölbreyttan gróður í stórum útigarði sem og gróðurhúsi þar sem ræktaðar hafa verið fjölmargar tegundir og gott úrval af nytjaplöntum.