15. ágúst 2013 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2013201308018
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.
Umhverfisnefnd samþykkir að veita eftirtöldum aðilum umhverfisverðlaun:
Golfklúbburinn Kjölur fær verðlaun fyrir fallegt og vel hirt umhverfi í sátt við náttúru sem býður upp á fjölþætta útivistarmöguleika meðfram strandlengju Mosfellsbæjar.
Þjónustustöð Olís við Langatanga fær verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi, vel hirta lóð og virka umhverfisstefnu.
Hjallabrekka, Skálahlíð 43 fær verðlaun fyrir fjölbreyttan gróður í stórum útigarði sem og gróðurhúsi þar sem ræktaðar hafa verið fjölmargar tegundir og gott úrval af nytjaplöntum.