Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. ágúst 2013 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður L Einarsson 1. varamaður
  • Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir árið 2013201308018

    Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir að veita eft­ir­töld­um að­il­um um­hverf­is­verð­laun:

    Golf­klúbbur­inn Kjöl­ur fær verð­laun fyr­ir fal­legt og vel hirt um­hverfi í sátt við nátt­úru sem býð­ur upp á fjöl­þætta úti­vist­ar­mögu­leika með­fram strand­lengju Mos­fells­bæj­ar.

    Þjón­ustu­stöð Olís við Langa­tanga fær verð­laun fyr­ir snyrti­legt um­hverfi, vel hirta lóð og virka um­hverf­is­stefnu.

    Hjalla­brekka, Skála­hlíð 43 fær verð­laun fyr­ir fjöl­breytt­an gróð­ur í stór­um útigarði sem og gróð­ur­húsi þar sem rækt­að­ar hafa ver­ið fjöl­marg­ar teg­und­ir og gott úr­val af nytja­plönt­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00