Mál númer 201307194
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Um er að ræða breiðni um að loka kennslurýmum í 3. áfanga skólans. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í umræddar úrbætur.
Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 5. september 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1133
Um er að ræða breiðni um að loka kennslurýmum í 3. áfanga skólans. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í umræddar úrbætur.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014 og var hún felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdir við hljóðvist í Lágafellsskóla. Heildarkostnaður er ráðgerður 10,5 millj. kr. en framkvæmdin dreifist á 2013 og 2014 og er kostnaður sem fellur til á árinu 2013 4,5 millj. kr.
Fjármálastjóra falið að semja tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins og leggja fyrir bæjarráð.