Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) 1. varamaður
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Gyða Vigfúsdóttir fræðslusvið
  • Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) fræðslusvið
  • Jóhanna S Hermannsdóttir fræðslusvið
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stjórn­sýslukæra vegna synj­un­ar á greiðsl­um vegna skóla­vist­ar utan lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lags201306038

    Lögð fram ósk um endurskoðun á synjun á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags í formi stjórnsýslukæru. Á fundinn mætti framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Stefán Ómar Jónsson, til að leiðbeina um framhald málsins.

    Fræðslu­nefnd met­ur að starfs­menn Skóla­skrif­stofu hafi far­ið að regl­um sem bæj­ar­stjórn hef­ur sett um greiðsl­ur fyr­ir nám­svist utan lög­heim­il­is.

    Fræðslu­nefnd fel­ur Skóla­skrif­stofu að kanna áhrif breyt­inga á regl­um vegna greiðslna fyr­ir nám­svist utan lög­heim­ils.

    • 2. Ytra mat leik- og grunn­skóla flyst til Náms­mats­stofn­un­ar201301579

      Námsmatsstofnun hefur tekið að sér að framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum á næstu árum. Matsviðmið fyrir leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar hafa nú verið gefin út. Lögð fram samantektarblöð fyrir leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar til að styðjast við til að fara yfir eigið mat. Matsblöðin verða kynnt í fræðslunefnd í haust, með mati hvers skóla fyrir sig á eigin skólastarfi.

      Lagt fram.

      • 3. Stefnumót við fram­tíð - Skóla­þing201305149

        Lagðar fram niðurstöður Skólaþings sem haldið var 25. maí sl.

        Sam­an­tekt á nið­ur­stöð­um Skóla­þings lagð­ar fram. Þær voru tekn­ar sam­an af Sæv­ari Krist­ins­syni ráð­gjafa sem hélt utan um skipu­lag Skóla­þings­ins.

        • 4. Inn­leið­ing að­al­nám­skráa í leik- og grunn­skól­um201202175

          Lagt fram yfirlit af vef menntamálaráðuneytis um stöðu á innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Jafnframt lögð fram kynning á stöðu mála í leik- og grunnskólum vorið 2013.

          Lögð fram kynn­ing á stöðu mála í leik- og grunn­skól­um vor­ið 2013 og verk­efni næsta skóla­árs varð­andi inn­leið­ingu nýrr­ar að­al­nám­skrár.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00