18. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) 1. varamaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir fræðslusvið
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) fræðslusvið
- Jóhanna S Hermannsdóttir fræðslusvið
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stjórnsýslukæra vegna synjunar á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags201306038
Lögð fram ósk um endurskoðun á synjun á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags í formi stjórnsýslukæru. Á fundinn mætti framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Stefán Ómar Jónsson, til að leiðbeina um framhald málsins.
Fræðslunefnd metur að starfsmenn Skólaskrifstofu hafi farið að reglum sem bæjarstjórn hefur sett um greiðslur fyrir námsvist utan lögheimilis.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kanna áhrif breytinga á reglum vegna greiðslna fyrir námsvist utan lögheimils.
2. Ytra mat leik- og grunnskóla flyst til Námsmatsstofnunar201301579
Námsmatsstofnun hefur tekið að sér að framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum á næstu árum. Matsviðmið fyrir leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar hafa nú verið gefin út. Lögð fram samantektarblöð fyrir leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar til að styðjast við til að fara yfir eigið mat. Matsblöðin verða kynnt í fræðslunefnd í haust, með mati hvers skóla fyrir sig á eigin skólastarfi.
Lagt fram.
3. Stefnumót við framtíð - Skólaþing201305149
Lagðar fram niðurstöður Skólaþings sem haldið var 25. maí sl.
Samantekt á niðurstöðum Skólaþings lagðar fram. Þær voru teknar saman af Sævari Kristinssyni ráðgjafa sem hélt utan um skipulag Skólaþingsins.
4. Innleiðing aðalnámskráa í leik- og grunnskólum201202175
Lagt fram yfirlit af vef menntamálaráðuneytis um stöðu á innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Jafnframt lögð fram kynning á stöðu mála í leik- og grunnskólum vorið 2013.
Lögð fram kynning á stöðu mála í leik- og grunnskólum vorið 2013 og verkefni næsta skólaárs varðandi innleiðingu nýrrar aðalnámskrár.