Mál númer 201212058
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Farið í heimsókn í Lágafellsskóla á skólatíma.
Fræðslunefnd heimsótti Lágafellsskóla á skólatíma. Um var að ræða annatíma, í hádegi þegar mikið álag er á öllum rýmum skólans. Jóhanna Magnúsdóttir veitti leiðsögn um kennsluhúsnæði, matsal, Bólið, frístund og Lágafellsdeild fyrir 5 ára og kynnti skólastarf. $line$$line$Jafnframt voru skoðuð ný rými sem bættust við skólann í haust, en samtals eru nú 10 færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla. Rætt var um framtíðarþróun nemendafjölda og húsnæðisþarfir skólans á næstu árum, en í skólanum eru í dag 700 grunnskólabörn og 44 leikskólabörn.$line$$line$Til máls tók: HP.$line$$line$Afgreiðsla 275. fundar fræðslunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
- 11. desember 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #275
Farið í heimsókn í Lágafellsskóla á skólatíma.
Fræðslunefnd heimsótti Lágafellsskóla á skólatíma. Um var að ræða annatíma, í hádegi þegar mikið álag er á öllum rýmum skólans. Jóhanna Magnúsdóttir veitti leiðsögn um kennsluhúsnæði, matsal, Bólið, frístund og Lágafellsdeild fyrir 5 ára og kynnti skólastarf.
Jafnframt voru skoðuð ný rými sem bættust við skólann í haust, en samtals eru nú 10 færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla. Rætt var um framtíðarþróun nemendafjölda og húsnæðisþarfir skólans á næstu árum, en í skólanum eru í dag 700 grunnskólabörn og 44 leikskólabörn.