11. desember 2012 kl. 11:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn í Lágafellsskóla201212058
Farið í heimsókn í Lágafellsskóla á skólatíma.
Fræðslunefnd heimsótti Lágafellsskóla á skólatíma. Um var að ræða annatíma, í hádegi þegar mikið álag er á öllum rýmum skólans. Jóhanna Magnúsdóttir veitti leiðsögn um kennsluhúsnæði, matsal, Bólið, frístund og Lágafellsdeild fyrir 5 ára og kynnti skólastarf.
Jafnframt voru skoðuð ný rými sem bættust við skólann í haust, en samtals eru nú 10 færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla. Rætt var um framtíðarþróun nemendafjölda og húsnæðisþarfir skólans á næstu árum, en í skólanum eru í dag 700 grunnskólabörn og 44 leikskólabörn.
2. Samningsmarkmið sveitarfélaga í kjaraviðræðum við félag grunnskólakennara201212059
Lögð fram samningsmarkmið sveitarfélaga í umræðum við FG. Samningsumræðum hefur verið vísað til sáttasemjara.
Lagt fram.
3. Skýrsla Mennta- og menningarmálaráðuneytisins með niðurstöðum úttektar Varmárskóla201102182
Eftirfylgni að mati á Varmárskóla lokið af hálfu ráðuneytis. Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram.