Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. desember 2012 kl. 11:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heim­sókn í Lága­fells­skóla201212058

    Farið í heimsókn í Lágafellsskóla á skólatíma.

    Fræðslu­nefnd heim­sótti Lága­fells­skóla á skóla­tíma. Um var að ræða anna­tíma, í há­degi þeg­ar mik­ið álag er á öll­um rým­um skól­ans. Jó­hanna Magnús­dótt­ir veitti leið­sögn um kennslu­hús­næði, mat­sal, Ból­ið, frístund og Lága­fells­deild fyr­ir 5 ára og kynnti skólast­arf.

    Jafn­framt voru skoð­uð ný rými sem bætt­ust við skól­ann í haust, en sam­tals eru nú 10 fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur við Lága­fells­skóla. Rætt var um fram­tíð­ar­þró­un nem­enda­fjölda og hús­næð­is­þarf­ir skól­ans á næstu árum, en í skól­an­um eru í dag 700 grunn­skóla­börn og 44 leik­skóla­börn.

    • 2. Samn­ings­markmið sveit­ar­fé­laga í kjara­við­ræð­um við fé­lag grunn­skóla­kenn­ara201212059

      Lögð fram samningsmarkmið sveitarfélaga í umræðum við FG. Samningsumræðum hefur verið vísað til sáttasemjara.

      Lagt fram.

      • 3. Skýrsla Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins með nið­ur­stöð­um út­tekt­ar Varmár­skóla201102182

        Eftirfylgni að mati á Varmárskóla lokið af hálfu ráðuneytis. Lagt fram til upplýsinga

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00