Mál númer 201210200
- 7. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #593
Reykjavíkurborg óskar umsagnar Mosfellsbæjar um byggingarleyfisumsókn vegna tækjaskýlis og mastra fyrir fjarskiptaþjónustu á Úlfarsfelli.
Reykjavíkurborg óskar umsagnar Mosfellsbæjar um byggingarleyfisumsókn vegna tækjaskýlis og mastra fyrir fjarskiptaþjónustu á Úlfarsfelli.$line$$line$Nefndin samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn um fjarskiptamannvirki til bráðabirgða en ítrekar um leið fyrri afstöðu sína um að fjarskiptafyrirtæki sameinist um aðstöðu á fjallinu til þess að tryggja að umfang mannvirkja verði í lágmarki.$line$$line$Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. október 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #330
Reykjavíkurborg óskar umsagnar Mosfellsbæjar um byggingarleyfisumsókn vegna tækjaskýlis og mastra fyrir fjarskiptaþjónustu á Úlfarsfelli.
Reykjavíkurborg óskar umsagnar Mosfellsbæjar um byggingarleyfisumsókn vegna tækjaskýlis og mastra fyrir fjarskiptaþjónustu á Úlfarsfelli. Upplýst var að borgin hygðist óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með því að framkvæmdin verði leyfð án þess að fyrir liggi deiliskipulag.
Til máls tóku: EP, BH, OG, HB, JE, ÞS, FB og ÁÞ.
Nefndin samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn um fjarskiptamannvirki til bráðabirgða en ítrekar um leið fyrri afstöðu sína um að fjarskiptafyrirtæki sameinist um aðstöðu á fjallinu til þess að tryggja að umfang mannvirkja verði í lágmarki.