Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mála­ráð­stefna sveit­ar­fé­laga 2012201206197

    Dagskrá fjármálaráðstefnu lögð fram til kynningar.

    Til máls tóku: HP, BH, JJB, HSv og KT.
    Lögð fram dagskrá fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­laga sem hald­inn verð­ur síð­ar í þess­um mán­uði.

    • 2. Bú­setu­mál201208331

      Bæjarstjóri mun kynna málavöxtu á fundinum.

      Til máls tóku: HSv, JJB, BH og HP.
      Er­ind­ið er trún­aða­mál sem ver­ið hef­ur til með­ferð­ar í fjöl­skyldu­nefnd. Bæj­ar­stjóri sem jafn­framt er nefnd­ar­mað­ur í fjöl­skyldu­nefnd fór yfir og út­skýrði er­ind­ið og þá að­al­lega kostn­að­ar­hlið þess.

      • 3. Drög að heil­brigð­isáætlun til um­sagn­ar201209134

        Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

        • 4. Er­indi FaMos varð­andi um­sókn um starfs­styrk201209194

          Með erindinu sækir FaMos um starfsstyrk til Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar 2013.

          • 5. Er­indi Q-fé­lags hinseg­in stúd­enta, beiðni um styrk201209201

            Q-félag hinsegin stúdenta óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn styrki til fræðslustarfssemi/ bæklingagerðar.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            • 6. Út­send­ing bæj­ar­stjórn­ar­funda og að­gengi þeirra á vef Mos­fells­bæj­ar201209210

              Erindisins er óskað á dagskrá að beiðni áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Jóns Jósef Bjarnasonar, sem samkvæmt erindinu leggur til að að teknar verði upp myndupptökur af bæjarstjórnarfundum og að þær verðið síðan aðgengilegar á vefnum bútaðar niður eftir dagskrárliðum bæjarstjórnarfunda.

              Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KT og JS.
              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að skoða kosti og galla fyr­ir­komu­lags á upp­tök­um af fund­um bæj­ar­stjórn­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30