20. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012201206197
Dagskrá fjármálaráðstefnu lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: HP, BH, JJB, HSv og KT.
Lögð fram dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldinn verður síðar í þessum mánuði.2. Búsetumál201208331
Bæjarstjóri mun kynna málavöxtu á fundinum.
Til máls tóku: HSv, JJB, BH og HP.
Erindið er trúnaðamál sem verið hefur til meðferðar í fjölskyldunefnd. Bæjarstjóri sem jafnframt er nefndarmaður í fjölskyldunefnd fór yfir og útskýrði erindið og þá aðallega kostnaðarhlið þess.3. Drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar201209134
Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
4. Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk201209194
Með erindinu sækir FaMos um starfsstyrk til Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2013.
5. Erindi Q-félags hinsegin stúdenta, beiðni um styrk201209201
Q-félag hinsegin stúdenta óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn styrki til fræðslustarfssemi/ bæklingagerðar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
6. Útsending bæjarstjórnarfunda og aðgengi þeirra á vef Mosfellsbæjar201209210
Erindisins er óskað á dagskrá að beiðni áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Jóns Jósef Bjarnasonar, sem samkvæmt erindinu leggur til að að teknar verði upp myndupptökur af bæjarstjórnarfundum og að þær verðið síðan aðgengilegar á vefnum bútaðar niður eftir dagskrárliðum bæjarstjórnarfunda.
Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða kosti og galla fyrirkomulags á upptökum af fundum bæjarstjórnar.