Mál númer 201208056
- 15. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #586
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2012 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki og stofnanir.
Afgreiðsla 134. fundar umhverfisnefndar, um að veita tveimur görðum viðurkenningar, samþykkt á 586. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. ágúst 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #134
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2012 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki og stofnanir.
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, HHG, SHP, SiG, BÁ, TGG
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.
Ákveðið hefur verið að veita tveimur görðum umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2012.
Arnartanga 51 fyrir fallegan og hlýlegan garð þar sem rými er vel nýtt og hver planta fær að njóta sín.
Kvíslartungu 3 fyrir bjartan og vel skipulagðan garð, þar sem mikið verk hefur verið unnið á skömmum tíma og áhersla lögð á fjölbreytileika.
Ákveðið hefur verið að veita tveimur fyrirtækjum/stofnunum umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2012.
Reykjalundi fyrir sérlega snyrtilegt og vel hirt umhverfi og lóð, sem hefur verið til fyrirmyndar í áratugi.
Varmárskóla fyrir sérstaka áherslu á umhverfismennt í innra starfi, þar sem starfsfólk og nemendur hafa náð að nýta náttúruna og umhverfi skólans í kennslu.