9. ágúst 2012 kl. 18:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2012201208056
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2012 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki og stofnanir.
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, HHG, SHP, SiG, BÁ, TGG
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.
Ákveðið hefur verið að veita tveimur görðum umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2012.
Arnartanga 51 fyrir fallegan og hlýlegan garð þar sem rými er vel nýtt og hver planta fær að njóta sín.
Kvíslartungu 3 fyrir bjartan og vel skipulagðan garð, þar sem mikið verk hefur verið unnið á skömmum tíma og áhersla lögð á fjölbreytileika.
Ákveðið hefur verið að veita tveimur fyrirtækjum/stofnunum umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2012.
Reykjalundi fyrir sérlega snyrtilegt og vel hirt umhverfi og lóð, sem hefur verið til fyrirmyndar í áratugi.
Varmárskóla fyrir sérstaka áherslu á umhverfismennt í innra starfi, þar sem starfsfólk og nemendur hafa náð að nýta náttúruna og umhverfi skólans í kennslu.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Umsókn um beit innan friðlands við Varmárósa201208057
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Mosfellsbæjar varðandi beit í friðlandinu við Varmárósa.
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, HHG, SHP, SiG, BÁ, TGG
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Mosfellsbæjar varðandi beit innan friðlandsins við Varmárósa lagt fram.
Umhverfisnefnd samþykkti samhljóða eftirfarandi umsögn:
"Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar lýsir sig andvíga því að beit sé leyfð innan friðlandsins við Varmárósa."