Mál númer 201202071
- 29. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #575
Fulltrúar skólaráða sem boðað hafa komu sína: Krikaskóli: María Fjóla Harðardóttir og Vigdís Erna Þorsteinsdóttir - fulltrúar foreldra. Varmárskóli: Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra. Stefán Már Jónsson og Sigríður María Hilmarsdóttir fulltrúar nemenda. Lágafellsskóli: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, foreldri og Arna Björk Birgisdóttir kennari.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, BH, JJB og KGÞ.</DIV><DIV>Erindið rætt á 265. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
- 21. febrúar 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #265
Fulltrúar skólaráða sem boðað hafa komu sína: Krikaskóli: María Fjóla Harðardóttir og Vigdís Erna Þorsteinsdóttir - fulltrúar foreldra. Varmárskóli: Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra. Stefán Már Jónsson og Sigríður María Hilmarsdóttir fulltrúar nemenda. Lágafellsskóli: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, foreldri og Arna Björk Birgisdóttir kennari.
Á fundinn mættu fulltrúar úr skólaráðum grunnskólanna og upplýstu um reynslu af hinum nýju skólaráðum. Fulltrúar Varmárskóla voru Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra og Stefán Már Jónsson fulltrúi nemenda. Fulltrúar Lágafellsskóla voru Arna Björk Birgisdóttir kennari og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson fulltrúi foreldra. Fulltrúi Krikaskóla var María Fjóla Harðardóttir fulltrúi foreldra.
Málefni sem rædd voru sneru að formi skólaráðanna og önnur málefni varðandi skólastarf og fleira. Rætt var um umferðarmál og umferðaröryggi í kringum skólana. Rætt var að 10. bekkingar sem sinna gæslu við gangbrautir Lágafellsskóla geri það með sérstökum sóma. Rætt var um að fundargerðir skólaráða verði í framtíðinni lagðar fram í fræðslunefnd. Rætt var um samstarf foreldra, en jafnframt um þátttöku og þátttökuvilja foreldra til samstarfs. Foreldrarölt var rætt og fulltrúar grenndarsamfélags mættu gjarnan vera fulltrúar atvinnulífs.