Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. febrúar 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Snorri Gissurarson 2. varamaður
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
  • Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
  • Þrúður Hjelm fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skólaráð grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar 2008-12201202071

    Fulltrúar skólaráða sem boðað hafa komu sína: Krikaskóli: María Fjóla Harðardóttir og Vigdís Erna Þorsteinsdóttir - fulltrúar foreldra. Varmárskóli: Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra. Stefán Már Jónsson og Sigríður María Hilmarsdóttir fulltrúar nemenda. Lágafellsskóli: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, foreldri og Arna Björk Birgisdóttir kennari.

    Á fund­inn mættu full­trú­ar úr skóla­ráð­um grunn­skól­anna og upp­lýstu um reynslu af hinum nýju skóla­ráð­um.  Full­trú­ar Varmár­skóla voru Alda Vala Ás­dís­ar­dótt­ir, full­trúi for­eldra og Stefán Már Jóns­son full­trúi nem­enda.  Full­trú­ar Lága­fells­skóla voru Arna Björk Birg­is­dótt­ir kenn­ari og Hreið­ar Örn Zoega Stef­áns­son full­trúi for­eldra.  Full­trúi Krika­skóla var María Fjóla Harð­ar­dótt­ir full­trúi for­eldra.

     

    Mál­efni sem rædd voru sneru að formi skóla­ráð­anna og önn­ur mál­efni varð­andi skólast­arf og fleira.  Rætt var um um­ferð­ar­mál og um­ferðarör­yggi í kring­um skól­ana.  Rætt var að 10. bekk­ing­ar sem sinna gæslu við gang­braut­ir Lága­fells­skóla geri það með sér­stök­um sóma. Rætt var um að fund­ar­gerð­ir skóla­ráða verði í fram­tíð­inni lagð­ar fram í fræðslu­nefnd.  Rætt var um sam­st­arf for­eldra, en jafn­framt um þátt­töku og þátt­töku­vilja for­eldra til sam­starfs.  For­eldrarölt var rætt og full­trú­ar grennd­ar­sam­fé­lags mættu gjarn­an vera full­trú­ar at­vinnu­lífs. 

    • 2. Ábyrgð og skyld­ur að­ila skóla­sam­fé­lags­ins í grunn­skól­um, reglu­gerð201111219

      Lagt fram til kynn­ing­ar, reglu­gerð ásamt fund­ar­gerð nefnd­ar á veg­um ráðu­neyt­is og Sam­bands­ins um við­mið fyr­ir regl­ur um ábyrgð og skyld­ur að­ila skóla­sam­fé­lags­ins.

      • 3. Inn­leið­ing að­al­nám­skráa í leik- og grunn­skól­um201202175

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00