21. febrúar 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólaráð grunnskóla Mosfellsbæjar 2008-12201202071
Fulltrúar skólaráða sem boðað hafa komu sína: Krikaskóli: María Fjóla Harðardóttir og Vigdís Erna Þorsteinsdóttir - fulltrúar foreldra. Varmárskóli: Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra. Stefán Már Jónsson og Sigríður María Hilmarsdóttir fulltrúar nemenda. Lágafellsskóli: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, foreldri og Arna Björk Birgisdóttir kennari.
Á fundinn mættu fulltrúar úr skólaráðum grunnskólanna og upplýstu um reynslu af hinum nýju skólaráðum. Fulltrúar Varmárskóla voru Alda Vala Ásdísardóttir, fulltrúi foreldra og Stefán Már Jónsson fulltrúi nemenda. Fulltrúar Lágafellsskóla voru Arna Björk Birgisdóttir kennari og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson fulltrúi foreldra. Fulltrúi Krikaskóla var María Fjóla Harðardóttir fulltrúi foreldra.
Málefni sem rædd voru sneru að formi skólaráðanna og önnur málefni varðandi skólastarf og fleira. Rætt var um umferðarmál og umferðaröryggi í kringum skólana. Rætt var að 10. bekkingar sem sinna gæslu við gangbrautir Lágafellsskóla geri það með sérstökum sóma. Rætt var um að fundargerðir skólaráða verði í framtíðinni lagðar fram í fræðslunefnd. Rætt var um samstarf foreldra, en jafnframt um þátttöku og þátttökuvilja foreldra til samstarfs. Foreldrarölt var rætt og fulltrúar grenndarsamfélags mættu gjarnan vera fulltrúar atvinnulífs.
2. Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, reglugerð201111219
Lagt fram til kynningar, reglugerð ásamt fundargerð nefndar á vegum ráðuneytis og Sambandsins um viðmið fyrir reglur um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins.
3. Innleiðing aðalnámskráa í leik- og grunnskólum201202175
Lagt fram.