Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi SSH vegna sókn­aráætl­un­ar201108261

    Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir hugmyndum þróunar- og ferðamálanefndar. Hjálagt eru hugmyndir nefndarinnar.

    Til máls tók: HS.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­lög­ur Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar verði send­ar sem tvö verk­efni fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar vegna sókn­aráætl­un­ar SSH. Ann­að er upp­bygg­ing Lax­ness­set­urs við Gljúfra­stein til efl­ing­ar ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.Hitt er verk­efn­ið Heilsu­bær­inn Mos­fells­bær. Það verk­efni verði unn­ið í sam­vinnu við Heilsu­vin Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH, sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna um sorp­hirðu201109103

      Vegna samstarfs um móttöku jarðvegs af höfuðborgarsvæðinu

      Til máls tóku: HS, HSv, BH,

      Mos­fells­bær fagn­ar því að sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi tek­ið hönd­um sam­an um sam­eig­in­lega los­un­ar­staði jarð­vegs­efna á svæð­inu. Mos­fells­bær er jákæð­ur fyr­ir jarð­vegstipp í Bol­öldu, en tel­ur jafn­framt mik­il­vægt að um sam­bæri­leg­an los­un­ar­stað verði að ræða á norð­ur­sævæði og kem­ur Álfsnes helst til greina. Lagt er til að sent verði form­legt er­indi til stjórn­ar Sorpu um mótt­töku á óvirk­um úr­gangi í Álfs­nesi.

      • 3. Ut­an­hússvið­gerð­ir á eldri deild Varmár­skóla201109439

        Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til niðurstöðu útboðs og heimildar til samningagerðar.

        Til máls tók: HS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Ei­rík og Ein­ar Val ehf. um ut­an­hússvið­gerð­ir við Varmár­skóla og telst samn­ing­ur ekki kom­inn á fyrr en við und­ir­rit­un samn­ings.

        • 4. Styrk­umsókn vegna Heilsu­vinj­ar í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2012201110150

          Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem óakað var umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar. Umsögn nefndarinnar hjálögð.

          Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.

          Bæj­ar­stjóra fal­ið að gera drög að samn­ingi sem feli í sér sam­bæri­leg­an stuðn­ing við verk­efn­ið Heilsu­vin í Mos­fells­bæ líkt og fyr­ir árið 2011 og eins og Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd legg­ur til. Samn­ing­ur­inn verði lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð.

          • 5. Ra­fræn birt­ing fast­eigna­álagn­ing­ar 2012 á Ís­land.is201112387

            Til kynningar fyrir bæjarráð.

            Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH og JJB. 

            Fjár­mála­stjóri og fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs kynna þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í sam­vinnu­verk­efni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Þjóð­skrár Ís­lands þess efn­is að álagn­ing­ar­seðl­ar fast­eigna­gjalda verði fram­veg­is að­gengi­leg­ir ra­f­rænt á is­land.is. Álagn­ing­ar­seðl­arn­ir verða áfram sem hing­að til að­gengi­leg­ir á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Þeir sem þess óska&nbsp;geta þó&nbsp;óskað sér­stak­lega eft­ir því áfram sem hing­að til&nbsp;að fá álagn­ing­ar­seðla senda í bréf­pósti. Þessi til­hög­un verð­ur vel kynnt á með­al fast­eigna­gjalda­greið­enda í Mos­fells­bæ. <BR>Bæj­ar­ráð fagn­ar sam­vinnu­verk­efn­inu enda er það í anda auk­inn­ar ra­f­rænn­ar stjórn­sýslu, dreg­ur úr kostn­aði auk þess sem um­hverf­i­s­vænt er að draga úr papp­írs­notk­un með þess­um hætti.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30