5. janúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SSH vegna sóknaráætlunar201108261
Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir hugmyndum þróunar- og ferðamálanefndar. Hjálagt eru hugmyndir nefndarinnar.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillögur Þróunar- og ferðamálanefndar verði sendar sem tvö verkefni fyrir hönd Mosfellsbæjar vegna sóknaráætlunar SSH. Annað er uppbygging Laxnessseturs við Gljúfrastein til eflingar ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.Hitt er verkefnið Heilsubærinn Mosfellsbær. Það verkefni verði unnið í samvinnu við Heilsuvin Mosfellsbæjar.
2. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu201109103
Vegna samstarfs um móttöku jarðvegs af höfuðborgarsvæðinu
Til máls tóku: HS, HSv, BH,
Mosfellsbær fagnar því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið höndum saman um sameiginlega losunarstaði jarðvegsefna á svæðinu. Mosfellsbær er jákæður fyrir jarðvegstipp í Bolöldu, en telur jafnframt mikilvægt að um sambærilegan losunarstað verði að ræða á norðursævæði og kemur Álfsnes helst til greina. Lagt er til að sent verði formlegt erindi til stjórnar Sorpu um mótttöku á óvirkum úrgangi í Álfsnesi.
3. Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla201109439
Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til niðurstöðu útboðs og heimildar til samningagerðar.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Eirík og Einar Val ehf. um utanhússviðgerðir við Varmárskóla og telst samningur ekki kominn á fyrr en við undirritun samnings.
4. Styrkumsókn vegna Heilsuvinjar í Mosfellsbæ fyrir árið 2012201110150
Áður á dagskrá 1048. fundar bæjarráðs þar sem óakað var umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar. Umsögn nefndarinnar hjálögð.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.
Bæjarstjóra falið að gera drög að samningi sem feli í sér sambærilegan stuðning við verkefnið Heilsuvin í Mosfellsbæ líkt og fyrir árið 2011 og eins og Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð.
5. Rafræn birting fasteignaálagningar 2012 á Ísland.is201112387
Til kynningar fyrir bæjarráð.
Til máls tóku: HS, SÓJ, HSv, BH og JJB.
Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs kynna þátttöku Mosfellsbæjar í samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands þess efnis að álagningarseðlar fasteignagjalda verði framvegis aðgengilegir rafrænt á island.is. Álagningarseðlarnir verða áfram sem hingað til aðgengilegir á íbúagátt Mosfellsbæjar. Þeir sem þess óska geta þó óskað sérstaklega eftir því áfram sem hingað til að fá álagningarseðla senda í bréfpósti. Þessi tilhögun verður vel kynnt á meðal fasteignagjaldagreiðenda í Mosfellsbæ. <BR>Bæjarráð fagnar samvinnuverkefninu enda er það í anda aukinnar rafrænnar stjórnsýslu, dregur úr kostnaði auk þess sem umhverfisvænt er að draga úr pappírsnotkun með þessum hætti.