Mál númer 201112001
- 21. desember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #571
570. fundur bæjarstjórnar vísaði fjárhagsáætlun 2013-2015 til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 21. desember.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.<BR> <BR>
Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf. <BR> <BR>Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar. <BR> <BR>Til máls tóku: HSv og HP.<BR> <BR>
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2013-2015 var borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.
Forseti óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og sleit síðan fundi.
- 7. desember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #570
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt á fundinn Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.<BR> <BR>Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013 - 2015 og gerði grein fyrir helstu atriðum áætlunarinnar. Hann þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinna.<BR>Bæjarfulltrúar tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.
Til máls tóku: HSv, JJB, PJL, HSv og BH.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 21. desember nk.