Mál númer 201103097
- 30. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #555
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HP, BH, HS, HSv, KT og JS.</DIV><DIV><BR>Íbúahreyfingin leggur til að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir lögaðila verði birtar opinberlega ásamt ástæðum fyrir því hvers vegna ekki sé talið mögulegt að innheimta kröfuna. Einnig, að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir einstaklinga þar sem félagslegar aðstæður eru ekki ástæða afskrifta séu birtar opinberlega.<BR>Þá leggur Íbúahreyfingin til að fjöldi einstaklinga og heildarupphæð krafna þeirra sem fá niðurfelldar kröfur vegna félagslegra aðstæðna verði birt opinberlega ásamt helstu félagslegum ástæðum sem valda því að afskrifa þarf kröfurnar. Að því gefnu að birtingin brjóti ekki í bága við lög.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga um málsmeðferð kom fram frá bæjarfulltrúa Hafsteini Pálssyni þess efnis að óskað verði eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um tillöguna og að umsögnin fari síðan til bæjarráðs.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan um málsmeðferð borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1021. fundar bæjarráðs, um heimild til fjármálastjóra til afskrifta viðskiptakrafna, staðfest á 555. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. </DIV></DIV></DIV></DIV>
- 16. mars 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1021
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra afskriftir í samræmi við tillögur hans.