16. mars 2011 kl. 19:19,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hrafns Pálssonar varðandi landspildu í Skógarbringum201102287
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á spildunni.
2. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2011201102328
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.
3. Erindi Alþingis, óskað umsagnar um þingsályktunartillögu vegna fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf201102345
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.
4. Erindi Umboðsmanns Barna varðandi niðurskurð sem bitnar á börnum201103058
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til íþrótta- og tómstundanefndar, fræðslunefndar og fjölskyldunefndar til upplýsingar.
5. Erindi Félags tónlistarskólakennara varðandi mótmælafundar "Samstaða um framhald tónlistarskólanna".201103095
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til upplýsingar.
6. Afskriftir viðskiptakrafna201103097
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra afskriftir í samræmi við tillögur hans.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi201103115
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra mennigarsviðs til umsagnar.