Mál númer 201101476
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.
<DIV>Erindið lagt fram til umræðu á 12. fundi ungmennaráðs. Lagt fram á 552. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 9. febrúar 2011
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #12
Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.
Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.
Ungmennaráð leggur til að skoðað verði hvort mögulegt sé að bæta almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholtsskóla, þar sem um er að ræða annan af hverfaskólum bæjarins. Enginn strætó gengur beina leið frá Mosfellsbæ í Grafarvog og tekur því langan tíma að komast á milli. Ennfremur sækja margir nemendur í Grafarvogi skóla í Mosfellsbæ.
Einnig leggur ungmennaráð til að nemakort Strætó bs. verði útvíkkuð þannig að þau gildi einnig fyrir unglingastig grunnskólanna.
Einnig mótmælir ungmennaráðið milli hækkun á almennu fargjaldi fyrir ungmenni, þar sem um er að ræða 250% hækkun milli ára, sem verði að teljast allt of mikið.