Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. febrúar 2011 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Elvar Kató Sigurðsson aðalmaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
  • Steinbjörn Björnsson aðalmaður
  • Heba Lind Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hrönn Kjartansdóttir aðalmaður
  • Tinna Sif Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Katla Dóra Helgadóttir aðalmaður
  • Hilmar Daði Karvelsson aðalmaður

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Stefnu­mót­un á íþrótta- og tóm­stunda­sviði200906129

    Drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum lögð fram til umsagnar.

    Lögð fram til um­sagn­ar drög að fram­kvæmda­áætlun fyr­ir stefnu Mos­fells­bæj­ar í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um.

    Nefnd­ar­menn í ung­menna­ráði munu taka um­ræðu um áætl­un­ina í sínu nem­enda­ráði og móta til­lög­ur að at­huga­semd­um.  Mál­ið verð­ur tek­ið upp á næsta fundi ung­menna­ráðs­ins til um­sagn­ar.

     

    Almenn erindi

    • 2. Gjaldskrá Strætó bs. fyr­ir ung­menni í Mos­fells­bæ201101476

      Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.

      Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til um­ræðu að ósk nefnd­ar­manna.

      Ung­mennaráð legg­ur til að skoð­að verði hvort mögu­legt sé að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Borg­ar­holts­skóla, þar sem um er að ræða ann­an af hverfa­skól­um bæj­ar­ins.  Eng­inn strætó geng­ur beina leið frá Mos­fells­bæ í Grafar­vog og tek­ur því lang­an tíma að kom­ast á milli.  Enn­frem­ur sækja marg­ir nem­end­ur í Grafar­vogi skóla í Mos­fells­bæ.

      Einn­ig legg­ur ung­mennaráð til að nem­a­kort Strætó bs. verði út­víkk­uð þann­ig að þau gildi einn­ig fyr­ir ung­lingast­ig grunn­skól­anna. 

      Einn­ig mót­mæl­ir ung­menna­ráð­ið milli hækk­un á al­mennu far­gjaldi fyr­ir ung­menni, þar sem um er að ræða 250% hækk­un milli ára, sem verði að teljast allt of mik­ið.

      • 3. Und­ir­bún­ing­ur við nýj­an fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ 2011201101428

        Undirbúningur og staða við hönnun og byggingu nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.

        Lögð fram til kynn­ing­ar und­ir­bún­ing­ur og staða við hönn­un og bygg­ingu nýs fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00