9. febrúar 2011 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir aðalmaður
- Elvar Kató Sigurðsson aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Steinbjörn Björnsson aðalmaður
- Heba Lind Halldórsdóttir aðalmaður
- Hrönn Kjartansdóttir aðalmaður
- Tinna Sif Guðmundsdóttir aðalmaður
- Katla Dóra Helgadóttir aðalmaður
- Hilmar Daði Karvelsson aðalmaður
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum lögð fram til umsagnar.
Lögð fram til umsagnar drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum.
Nefndarmenn í ungmennaráði munu taka umræðu um áætlunina í sínu nemendaráði og móta tillögur að athugasemdum. Málið verður tekið upp á næsta fundi ungmennaráðsins til umsagnar.
Almenn erindi
2. Gjaldskrá Strætó bs. fyrir ungmenni í Mosfellsbæ201101476
Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.
Gjaldskrá Strætó bs. 2011 lögð fram til umræðu að ósk nefndarmanna.
Ungmennaráð leggur til að skoðað verði hvort mögulegt sé að bæta almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholtsskóla, þar sem um er að ræða annan af hverfaskólum bæjarins. Enginn strætó gengur beina leið frá Mosfellsbæ í Grafarvog og tekur því langan tíma að komast á milli. Ennfremur sækja margir nemendur í Grafarvogi skóla í Mosfellsbæ.
Einnig leggur ungmennaráð til að nemakort Strætó bs. verði útvíkkuð þannig að þau gildi einnig fyrir unglingastig grunnskólanna.
Einnig mótmælir ungmennaráðið milli hækkun á almennu fargjaldi fyrir ungmenni, þar sem um er að ræða 250% hækkun milli ára, sem verði að teljast allt of mikið.
3. Undirbúningur við nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ 2011201101428
Undirbúningur og staða við hönnun og byggingu nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar undirbúningur og staða við hönnun og byggingu nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ.