Mál númer 201006130
- 22. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #561
Kosning 3ja bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs sbr. 57. gr. samþykkta.
Til máls tóku: KT, BH og JJB.
Tillaga er um Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem formann, Bryndísi Haraldsdóttur af D lista sem varaformann og Jón Jósef Bjarnason af M lista sem aðalmann.
Óskað var eftir því, í samræmi við heimild í samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, að Jónas Sigurðsson af S lista og Karl Tómasson af V lista fengju stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og var það samþykkt samhljóða.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því réttkjörin í bæjarráð.
- 16. júní 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #538
Kosning 3ja bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs sbr. 57. gr. A samþykkta
Tillaga er um Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem formann, Bryndís Haraldsdóttir af D lista sem varaformann og Jónas Sigurðsson af S lista sem aðalmann.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því réttkjörin í bæjarráð.
Óskað var eftir því, í samræmi við heimild í samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, að Jón Jósef Bjarnason af M lista og Karl Tómasson af V lista fengju stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og var það samþykkt samhljóða.