Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. nóvember 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 1. Fé­lags­leg­ar íbúð­ir200708167

      Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að leitað verði und­an­þágu­heim­ilda til Íbúðalána­sjóðs vegna tekna sbr. ákvæði 25. gr. reglu­gerð­ar nr.873/2001 um lán­veit­ing­ar til leigu­íbúða, ráð­stöf­un þeirra og rekst­ur. Und­an­þág­an er for­senda þess að um­sækj­end­ur geti far­ið á lista yfir fé­lags­legt leigu­hús­næði.%0D

      • 7. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 46200711033F

        Sam­þykkt.

        • 8. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 486200711025F

          Sam­þykkt.

          • 9. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 487200711032F

            Sam­þykkt.

            Almenn erindi

            • 2. Fjöl­skyldu­svið, fjár­hags­áætlun 2008200711228

              Lagt fram.

              • 3. Regl­ur fjöl­skyldu­sviðs, end­ur­skoð­un200711024

                Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir fram­lagð­ar til­lög­ur um breyt­ingu á regl­um um fé­lags­lega heima­þjón­ustu.%0DFjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að regl­ur Mos­fells­bæj­ar um starfs­menn fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu verði felld­ar úr gildi þar sem Eir hjúkr­un­ar­heim­ili ann­ast fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar skv. þjón­ustu­samn­ingi við Eir.

                • 4. Gjald­skrár fjöl­skyldu­sviðs frá 1.1.2008200711121

                  Gjald­skrár fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar lagð­ar fram.%0DLagt fram yf­ir­lit dags. 20.11.2007 yfir gjald­skrár fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar sem taka breyt­ing­um í sam­ræmi við neyslu­vísi­tölu.%0DM­inn­is­blað fé­lags­mála­stjóra dags. 22.11. 2007 um húsa­leigu í fé­lags­legu leigu­íbúð­um. Lagt er til að heim­ild skv. við­mið­un­ar­regl­um Íbúð­ar­lána­sjóðs sbr. 4. mgr. 28. gr. reglu­gerð­ar nr. 878/2001 um lán­veit­ing­ar til leigu­íbúða, ráð­stöf­un þeirra og rekst­ur verði nýtt að fullu.%0D%0DTil­lag­an er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur.%0D%0DBók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar er eft­ir­far­andi:%0DVegna fram kom­inn­ar fjár­hags­áætl­un­ar fjöl­skyldu­sviðs fyr­ir árið 2008 tel­ur Sam­fylk­ing­in brýnt að ýms­ir þætt­ir í starf­semi sviðs­ins verði skoð­að­ir nán­ar. Fjár­fram­lög til fjöl­skyldu­sviðs þurfa að vera með þeim hætti að hægt sé að sinna þeim mál­efn­um sem und­ir svið­ið heyra svo að sómi sé af. Sem dæmi um þætti inn­an mála­flokks­ins sem Sam­fylk­ing­in legg­ur áherslu á má nefna barna­vernd­ar­mál, gjaldskrá fyr­ir fé­lags­lega heima­þjón­ustu og húsa­leigu í fé­lags­leg­um leigu­íbúð­um. Barna­vernd­ar­mál­um hef­ur fjölgað um 21% milli ár­anna 2006 og 2007. Þyngri mál koma nú inn á borð fjöl­skyldu­nefnd­ar í þess­um mála­flokki en áður. Það er því brýnt að auka fram­lög til for­varn­ar­mála og til að­stoð­ar við þær fjöl­skyld­ur sem þarna eiga hlut að máli. Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un­inni er fyr­ir­hug­að að hækka gjaldskrá fyr­ir fé­lags­lega heima­þjón­ustu. Það er skoð­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að fé­lags­leg heima­þjón­usta vegna aldr­aðra, fatl­aðra og sjúkra eigi að vera gjald­frjáls. Í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2008 er boð­uð hækk­un á húsa­leigu í fé­lags­leg­um leigu­íbúð­um. Þetta er gert með þeim rök­um að á hús­næð­inu sé halla­rekst­ur. Hér gæt­ir grund­vall­ar mis­skiln­ings um rekst­ur fé­lags­legs leigu­hús­næð­is að mati Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Til­gang­ur með út­leigu þessa hús­næð­is er ekki að afla bæj­ar­fé­lag­inu tekna held­ur sá að út­vega því fólki hús­næði sem vegna stöðu sinn­ar get­ur ekki keypt eða leigt hús­næði á al­menn­um mark­aði.%0D%0DFull­trú­ar meiri­hluta bóka eft­ir­far­andi:%0DBent er á að stefnu­mót­un­ar­vinna er yf­ir­stand­andi með­al ann­ars vegna fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Í um­ræðu um fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins hef­ur það kom­ið fram að þar er gert ráð fyr­ir upp­hæð vegna auk­inna um­svifa bæj­ar­skrif­stofa með­al ann­ars vegna mál­efna fjöl­skyldu­sviðs. Þann­ig verð­ur tek­ið á því aukna álagi sem er í stækk­andi bæj­ar­fé­lagi. %0D%0DÍ ljósi þess mikla mun­ar sem orð­inn er á húsa­leigu í fé­lags­legu leigu­hús­næði Mos­fells­bæj­ar og leigu á al­menn­um mark­aði, og þess mark­miðs að hjálpa fólki til sjálfs­hjálp­ar er eðli­legt að minnka þann mun sem er á milli fé­lags­legr­ar og al­mennr­ar leigu í sam­ræmi við heim­ild Íbúðalána­sjóðs.

                  • 5. Kynn­ing á rann­sókn­ar­verk­efni200709209

                    Frestað.

                    • 6. Er­indi KHÍ varð­andi rann­sókn­ina Þekk­ing barna á of­beldi á heim­il­um200711106

                      Frestað.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20