Mál númer 200706093
- 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Fundargerð 832. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Fundargerð 832. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 12. júlí 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #832
Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0D%0DFyrir liggja innsendar tillögur að forvali vegna Krikaskóla.%0DÞað er án efa að forvalið markar nokkur tímamót í skólasögu á Íslandi. Er það vegna þeirrar aðferðarfræði sem beitt er í forvalinu og beitt verður í væntanlegri samkeppni við leit að hönnuðum og einnig að leitað skuli með þessum hætti eftir skólastefnu fyrir væntanlegan skóla. Þá hefur ekki síður verið skráð skólasaga þegar kemur að hinum innsendu tillögum, en í þeim koma fram mikil gæði, nýjungar og leit að bestu lausnum fyrir nemendur í íslenskum framtíðarskóla, staðsettum í Mosfellsbæ.%0D%0DFyrir fundinum liggur tillaga dómnefndar um forvalið sem hljóðar svo:%0DDómnefnd um forval vegna hönnunar húsnæðis og skólastefnu Krikaskóla leggur til við bæjarráð Mosfellsbæjar að eftirfarandi fjórir ráðgjafahópar verði valdir til áframahaldandi vinnu að nánari útfærslu á hugmyndafræði um uppeldis- og skólastarf og hönnun Krikaskóla:%0D%0DBatteríið o.fl., Sif Vígþórsdóttir og Ágúst Ólason.%0DEinrúm / Arkitekto o.fl., Helgi Grímsson, Sigrún Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason.%0DÚti og Inni o.fl., Jónella Sigurjónsdóttir og Sigrún Björk Benediktsdóttir.%0DVA arkitektar o.fl., Gerður G. Óskarsdóttir.%0D%0DSamþykkt samhljóða.