Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. september 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006200609025

      Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006 m.a. vegna kjarasamningsbreytinga o.fl.

      Til máls tóku: RR, PJL, HSv, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar til bæj­ar­stjórn­ar.%0D

      • 2. Rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar-júní 2006200609026

        Kynntar eru niðurstöður rekstrar janúar til júní 2006.

        Til máls tóku: PJL, JS, HSv og RR.%0DLagt fram.%0D

        • 3. Dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2007200609027

          Drög að tímasettri vinnu við fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2007 verða send á morgun miðvikudag.%0D

          Til máls tóku: RR, PJL, HSv, JS, MM og KT.%0DLagt fram.%0D

          • 8. Strætó í Grafar­vog, Borg­ar­holts­skóli200608021

            Ábending og athugun á akstri Strætó í tengslum við nýjan Korpúlfsstaðaveg.

            Til máls tóku: HSv, RR, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að gera til­raun um morg­unakst­ur úr Mos­fells­bæ að Borg­ar­holts­skóla, áætl­að­ur kostn­að­ur á ár­inu 2006 er um 600 þús­und.

            • 9. Er­indi Sig­urð­ar I.B.Guð­munds­son­ar v.ósk um heils­árs­bú­setu og bygg­ing­ar­leyfi á Há­eyri við Reykjalund­ar­veg200608145

              Óskað er eftir að Háeyri verði viðurkennt sem hús til heilsársbúsetu, einnig óskað eftir byggingarleyfi.

              Frestað.

              • 10. Um­sókn um lóð und­ir sthapatya-ved hús/byggð200609021

                Óskað er eftir byggingarleyfi á Mosfellsheiði.

                Frestað.

                Almenn erindi - umsagnir og vísanir

                • 4. Um­sókn um lóð200603130

                  Áslákur sækir um stærri lóð vegna framtíðarhagsmuna og hugsanlegrar stækkunar.%0D

                  Til máls tóku: RR, HSv, JS, MM og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                  • 5. Skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2006-7200608041

                    Lögð er fram tillaga um greiðslu vegna skólaaksturs nemanda úr dreifbýli.%0D

                    Til máls tóku: RR og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að greiða skv. gild­andi regl­um. Áætl­að­ur kostn­að­ur um 314 þús­und.

                    • 6. Er­indi frá Lög­fræði­stofu Sól­eyj­ar­götu 17 sf.,vegna eigna­skrán­ingu í Sel­holti Mos.200604099

                      Í erindinu er óskað viðurkenningar á því að land hafi verið selt, einnig viðurkenningar á því að leigt land sé 7 hekturum stærra en skráð stærð í leigusamningi.%0D

                      Til máls tóku: SÓJ, RR, MM, JS og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­indi lög­fræði­stof­unn­ar hvað varð­ar til­kall til eign­ar­rétt­inda á 24.507 m2 lóð og stærð leigu­lóð­ar verði 37 ha. í stað 30 ha. Bæj­ar­ráð heim­il­ar bæj­ar­rit­ara að ganga frá gögn­um þessu að­lút­andi.

                      • 7. Minn­is­blað bæj­ar­stjóra varð­andi út­hlut­un iðn­að­ar­lóða í Mos­fells­bæ200604003

                        Drög að úthlutunarskilmálum verða send á morgun miðvikudag.%0D

                        Til máls tóku: HSv, RR og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd að gera til­lögu að nafn­gift­um gatna í nýju ið­an­ar­hverfi ofan Flugu­mýr­ar. Jafn­framt sam­þykkt að vísa til bæj­ar­verk­fræð­ings að láta fara fram hönn­un gatna og gera drög að kostn­að­ar­áætlun.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00