6. september 2022 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022202206381
Drög að dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2022.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar jafnréttisfulltrúa fyrir kynningu á dagskránni og felur henni að ljúka vinnu við dagskránna og birta auglýsingu fyrir jafnréttisdag Mosfellsbæjar 2022.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir
2. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022202208736
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022.
Fyrir fundinum lá að velja aðila til að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2022. Tilnefningar lagðar fram og ræddar.
Samþykkt með fimm atkvæðum að veita ekki jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2022.
Nefndin ræddi jafnframt endurskoðun jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar og gerir ráð fyrir því að hún fari fram á næstunni.