11. júní 2020 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020202005280
Tillögur að umfjöllunarefnum og dagsetningu jafréttisdags Mosfellsbæjar 2020 lagðar fram til umræðu og afgreiðslu.
Lýðræðis og mannréttindanefnd samþykkir að viðfangsefni jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020 verði kynþáttafordómar á Íslandi og að dagurinn verði haldinn föstudaginn 18. september kl. 15 í íþróttamiðstöðinni Kletti. Jafnframt að jafnréttisfulltrúa verði falið að undirbúa fræðslufund í samvinnu fræðslunefnd um málefni trans og intersex barna.
Gestir
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
2. Tilnefning til Jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2020 og staðfesting viðmiða um val201906234
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Tilgangur þeirra er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Samþykkt að fela jafréttisfulltrúa að undirbúa auglýsingu og kalla eftir tilnefningum sem falla að jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
3. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2020-2022.
Samþykkt að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem nefndarmenn í lýðræðis- og mannréttindanefnd settu fram á fundinum og leggja fram drög að framkvæmdaáætlun á næsta fundi nefndarinnar.