Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júní 2020 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Una Hildardóttir formaður
  • Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar 2020202005280

    Tillögur að umfjöllunarefnum og dagsetningu jafréttisdags Mosfellsbæjar 2020 lagðar fram til umræðu og afgreiðslu.

    Lýð­ræð­is og mann­rétt­inda­nefnd sam­þykk­ir að við­fangs­efni jafn­rétt­is­dags Mos­fells­bæj­ar 2020 verði kyn­þátta­for­dóm­ar á Ís­landi og að dag­ur­inn verði hald­inn föstu­dag­inn 18. sept­em­ber kl. 15 í íþróttamið­stöð­inni Kletti. Jafn­framt að jafn­rétt­is­full­trúa verði fal­ið að und­ir­búa fræðsluf­und í sam­vinnu fræðslu­nefnd um mál­efni trans og in­ter­sex barna.

    Gestir
    • Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
  • 2. Til­nefn­ing til Jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar 2020 og stað­fest­ing við­miða um val201906234

    Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Tilgangur þeirra er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt að fela jaf­rétt­is­full­trúa að und­ir­búa aug­lýs­ingu og kalla eft­ir til­nefn­ing­um sem falla að jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.

  • 3. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

    Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2020-2022.

    Sam­þykkt að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að vinna úr þeim hug­mynd­um og ábend­ing­um sem nefnd­ar­menn í lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd settu fram á fund­in­um og leggja fram drög að fram­kvæmda­áætlun á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:06