Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. september 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
 • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
 • Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Starfs­hóp­ur til að skoða og gera til­lög­ur til um­hverf­is- orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­isneyt­is­ins um nýt­ingu vindorku
  202208650

  Erindi starfshóps sem ætlað er að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem sveitarfélaginu er boðið að leggja fram sjónarmið. Bæjarráð samþykkti á 1547. fundi að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.

  Lagt fram og kynnt. Um­hverf­is­nefnd ósk­ar þess að sveit­ar­fé­lag­inu, kjörn­um full­trú­um og starfs­fólki er starfar við tengda mála­flokka verði kynnt­ar til­lög­urn­ar þeg­ar þær liggja fyr­ir.
  Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um

 • 2. Sam­göngu­vika í Mos­fells­bæ 2022
  202208334

  Kynning á drögum að dagskrá samgönguviku á höfuðborgarsvæðinu.

  Um­hverf­is­nefnd vill þakka starfs­fólki um­hverf­is­sviðs fyr­ir metn­að­ar­fulla dag­skrá af hálfu Mos­fells­bæj­ar í tengsl­um við Sam­göngu­viku 2022, nefnd­in vill jafn­framt hvetja Mos­fell­inga til að taka þátt í dag­skrá sam­göngu­viku.
  Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

 • 3. Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022
  202206337

  Yfirferð yfir nýafstaðnar umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022

  Lagt fram til kynn­ing­ar og um­ræða tek­in um mál­ið.

 • 4. Lauf­ið - við­ur­kenn­ing fyr­ir sam­fé­lags­lega ábyrg fyr­ir­tæki
  202209197

  Kynning á starfsemi Laufsins sem býður uppá hagnýt verkfæri til að stuðla að sjálfbærum fyrirtækjarekstri

  Lagt fram til kynn­ing­ar og mál­ið rætt.

  • 5. Refa- og minka­veið­ar í Mos­fells­bæ 2021-2022
   202209095

   Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2022 lagðar fram til kynningar

   Um­hverf­is­nefnd tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að halda ref og mink í skefj­um og hvet­ur til sam­starfs með sveit­ar­fé­lög­um Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.
   Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15