19. mars 2024 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til efnilegra ungmenna 2024202402196
Farið yfir styrkumsóknir.
Alls bárust 12 umsóknir í ár. Allir umsækjendur eru vel að styrknum komnir og Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum umsækjendum fyrir þeirra umsóknir. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2024 til að stunda sína tómstund- og íþrótt. Fullan styrk fá Berglind Erla Baldursdóttir (Golf), Eberg Óttarr Elefsen (Trompet), Oddný Þórarinsdóttir(Fiðluleikur), Sól Snorradóttir (Hjólreiðar), Stefán Magni Hjartarson (Handbolti), Skarphéðinn Hjaltason (Júdó). Hálfan styrk hlaut Daníel Bæring Grétarsson (Handbolti).
2. Ósk um styrk til borðtennisfélags Mosfellsbæjar202312298
Ósk um styrk til uppbyggingar Borðtennisfélags Mosfellsbæjar
Samþykkt með 5 atkvæðum að veita Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar 400 þús. kr. stofnstyrk til að standa straum af kostnaði við að koma starfsemi félagsins á laggirnar með áherslu á að kynna það fyrir börnum og unglingum í Mosfellsbæ. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsdeildarinnar 06890 Ýmsir styrkir: Styrkir til æskulýðsmála.
3. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu202402401
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir jákvæða umsögn um erindi Aftureldingar um útleigu á tímum í Fellinu og vísar erindinu til umfjöllunar bæjarráðs sem fer með ráðstöfun fasteigna sveitarfélagsins.
4. Farsæld barna 2024202403152
Kynning á innleiðingaráætlun 2024-2026
Á fund íþrótta- og tómstundarnefndar mætti Elvar Jónsson leiðtogi í Farsæld barna. Hann fór yfir stöðumat við innleiðingu á Farsæld barna og drög að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára. íþrótta- og tómstundanenfd þakkar góða kynningu.
Gestir
- Elvar Jónsson