Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. mars 2024 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
  • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
  • Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2024202402196

    Farið yfir styrkumsóknir.

    Alls bár­ust 12 um­sókn­ir í ár. All­ir um­sækj­end­ur eru vel að styrkn­um komn­ir og Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar öll­um um­sækj­end­um fyr­ir þeirra um­sókn­ir. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd hef­ur ákveð­ið að eft­ir­far­andi ung­menni hljóti styrk sum­ar­ið 2024 til að stunda sína tóm­st­und- og íþrótt. Full­an styrk fá Berg­lind Erla Bald­urs­dótt­ir (Golf), Eberg Ótt­arr Elef­sen (Trom­pet), Oddný Þór­ar­ins­dótt­ir(Fiðlu­leik­ur), Sól Snorra­dótt­ir (Hjól­reið­ar), Stefán Magni Hjart­ar­son (Hand­bolti), Skarp­héð­inn Hjalta­son (Júdó). Hálf­an styrk hlaut Daníel Bær­ing Grét­ars­son (Hand­bolti).

    • 2. Ósk um styrk til borð­tenn­is­fé­lags Mos­fells­bæj­ar202312298

      Ósk um styrk til uppbyggingar Borðtennisfélags Mosfellsbæjar

      Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að veita Borð­tenn­is­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar 400 þús. kr. stofnstyrk til að standa straum af kostn­aði við að koma starf­semi fé­lags­ins á lagg­irn­ar með áherslu á að kynna það fyr­ir börn­um og ung­ling­um í Mos­fells­bæ. Styrk­ur­inn rúm­ast inn­an fjár­hags­deild­ar­inn­ar 06890 Ýms­ir styrk­ir: Styrk­ir til æsku­lýðs­mála.

      • 3. Er­indi Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi út­leigu á laus­um tím­um í Fell­inu202402401

        Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd tek­ur und­ir já­kvæða um­sögn um er­indi Aft­ur­eld­ing­ar um út­leigu á tím­um í Fell­inu og vís­ar er­ind­inu til um­fjöll­un­ar bæj­ar­ráðs sem fer með ráð­stöf­un fast­eigna sveit­ar­fé­lags­ins.

        • 4. Far­sæld barna 2024202403152

          Kynning á innleiðingaráætlun 2024-2026

          Á fund íþrótta- og tóm­stund­ar­nefnd­ar mætti Elv­ar Jóns­son leið­togi í Far­sæld barna. Hann fór yfir stöðumat við inn­leið­ingu á Far­sæld barna og drög að að­gerðaráætlun til næstu þriggja ára. íþrótta- og tóm­stundan­en­fd þakk­ar góða kynn­ingu.

          Gestir
          • Elvar Jónsson
          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00