4. júní 2019 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) varamaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Í upphafi fundar var leitað afbrigða til að koma að máli nr. 3 Okkar mosó en þess var ekki getið í útsendri dagskrá. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Upphaf vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar á sviði jafnréttismála fyrir árin 2018-2022. Unnið verður að gerð framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum fyrir árin 2018-2022 og fyrri aðgerðaáætlun lögð til grundvallar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd felur mannauðsstjóra og jafnréttisfulltrúa að vinna úr ábendingum og umræðum á fundinum um jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi hennar drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun sem gildi frá 2019 til 2022.
2. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Bréf frá Sambandinu þar sem tillögur samráðshóps verkefnisins segir frá vali á þrem sveitarfélögum sem eru Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær.
Lagt fram.
3. Okkar Mosó201701209
Niðurstöður í íbúakosningunni Okkar Mosó 2019.
Lagt fram.