Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. júní 2019 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Una Hildardóttir formaður
  • Fjalar Freyr Einarsson (FFE) varamaður
  • Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Í upp­hafi fund­ar var leitað af­brigða til að koma að máli nr. 3 Okk­ar mosó en þess var ekki get­ið í út­sendri dagskrá. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

    Upphaf vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar á sviði jafnréttismála fyrir árin 2018-2022. Unnið verður að gerð framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum fyrir árin 2018-2022 og fyrri aðgerðaáætlun lögð til grundvallar.

    Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd fel­ur mannauðs­stjóra og jafn­rétt­is­full­trúa að vinna úr ábend­ing­um og um­ræð­um á fund­in­um um jafn­rétt­isáætlun og fram­kvæmda­áætl­un­ar í jafn­rétt­is­mál­um og leggja fyr­ir nefnd­ina á næsta fundi henn­ar drög að end­ur­skoð­aðri jafn­rétt­isáætlun og fram­kvæmda­áætlun sem gildi frá 2019 til 2022.

    • 2. Um­sókn um þátt­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar201903029

      Bréf frá Sambandinu þar sem tillögur samráðshóps verkefnisins segir frá vali á þrem sveitarfélögum sem eru Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær.

      Lagt fram.

      • 3. Okk­ar Mosó201701209

        Niðurstöður í íbúakosningunni Okkar Mosó 2019.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:33