Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. október 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lags­breyt­ing í Reykja­vík 2010-2030 - Iðn­að­ar­svæði fyr­ir efn­is­vinnslu við Álfs­nesvík2018084560

    Á 496. fundi skipulagsnefndar 27. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykavíkurborg á tillögunum fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Kynningarfundur var haldinn fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn mánudaginn 30. september þar sem fullrúi Alta hélt kynningu á málinu.

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar legg­ur áherslu á að far­ið verði eft­ir ítr­ustu kröf­um og skil­yrð­um sem sett eru fram vegna fyr­ir­hug­að­ar skipu­lags­breyt­inga í Álfs­nesvík vegna upp­bygg­ing­ar og rekst­urs Björg­un­ar þar, svo að lág­marka megi um­hverf­isáhrif fram­kvæmd­anna í Mos­fells­bæ og ná­grenni. Má þar nefna að­gerð­ir til þess að lág­marka áhrif sjón-, hljóð- og loft­gæða­meng­un­ar.

    Skipu­lags­nefnd hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um þunga­flutn­ing­um um Vest­ur­landsveg gegn­um Mos­fells­bæ vegna starf­semi Björg­un­ar í Álfs­nesvík, þar sem að Sunda­braut hef­ur ekki ver­ið tekin í notk­un.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að hjóð­mæl­ing­ar vegna mögu­legr­ar hljóð­meng­urn­ar í Ása- og Höfða­hverfi sem og öðr­um hverf­um í Mos­fells­bæ verði gerð­ar og verði nið­ur­stöð­ur úr þeim mæl­ing­um kynnt­ar um leið og þær liggja fyr­ir.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir jafn­framt að leggja til við sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að þau standi sam­an að gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að við­ræð­um við rík­is­vald­ið um að upp­bygg­ing Sunda­braut­ar verði að veru­leika sem allra fyrst.

  • 2. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un201809280

    495. fundur skipulagsnefndar 20. september 2019 var vinnufundur vegna endurskoðunar aðalskipulags. Lagt fram til umræðu drög að greinargerð eftir athugasemdir og ábendingar nefndarmanna.

    Vinnufund­ur skipu­lags­nefnd­ar vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00