4. október 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Á 496. fundi skipulagsnefndar 27. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykavíkurborg á tillögunum fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Kynningarfundur var haldinn fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn mánudaginn 30. september þar sem fullrúi Alta hélt kynningu á málinu.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar leggur áherslu á að farið verði eftir ítrustu kröfum og skilyrðum sem sett eru fram vegna fyrirhugaðar skipulagsbreytinga í Álfsnesvík vegna uppbyggingar og reksturs Björgunar þar, svo að lágmarka megi umhverfisáhrif framkvæmdanna í Mosfellsbæ og nágrenni. Má þar nefna aðgerðir til þess að lágmarka áhrif sjón-, hljóð- og loftgæðamengunar.
Skipulagsnefnd hefur miklar áhyggjur af auknum þungaflutningum um Vesturlandsveg gegnum Mosfellsbæ vegna starfsemi Björgunar í Álfsnesvík, þar sem að Sundabraut hefur ekki verið tekin í notkun.
Skipulagsnefnd óskar eftir að hjóðmælingar vegna mögulegrar hljóðmengurnar í Ása- og Höfðahverfi sem og öðrum hverfum í Mosfellsbæ verði gerðar og verði niðurstöður úr þeim mælingum kynntar um leið og þær liggja fyrir.Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að leggja til við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að þau standi saman að gerð viljayfirlýsingar þess efnis að viðræðum við ríkisvaldið um að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst.
2. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun201809280
495. fundur skipulagsnefndar 20. september 2019 var vinnufundur vegna endurskoðunar aðalskipulags. Lagt fram til umræðu drög að greinargerð eftir athugasemdir og ábendingar nefndarmanna.
Vinnufundur skipulagsnefndar vegna endurskoðunar aðalskipulags.