Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - gatna­gerð202109561

    Óskað er heimildar frá bæjarráði til viðauka við fjárhagsáætlun vegna uppbyggingar 5. áfanga Helgafellshverfi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu og fel­ur fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviði að und­ir­búa við­auka í sam­ræmi við til­lög­una og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 2. Ráðn­ing í stöðu sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs202405164

      Tillaga um ráðningarferil í tengslum við auglýsingu á stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um ráðn­ing­ar­fer­il vegna ráðn­ing­ar í stöðu sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

      • 3. Led aug­lýs­inga­skilti á bæj­ar­landi við Baugs­hlíð202404350

        Erindi frá Aftureldingu vegna LED skiltis í bæjarlandi við Baugshlíð.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um nýt­ingu bæj­ar­lands und­ir ljósa­skilti með fyr­ir­vara um af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar. Bæj­ar­ráð vís­ar um­fjöllun og efn­is­legri með­ferð um til­lögu­gerð deili­skipu­lags til skipu­lags­nefnd­ar. Þá er menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviði fal­ið að vinna að samn­ings­gerð vegna skilta í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
        • 4. Ís­lands­mót barna og ung­linga í hestaí­þrótt­um202405020

          Erindi frá Hestamannafélaginu Herði vegna Íslandsmóts barna og unglinga í hestaíþróttum.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
        • 5. At­huga­semd Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar við fyr­ir­hug­aða stækk­un Hlíða­vall­ar202405065

          Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem fyrirhugaðri stækkun á Hlíðavelli er mótmælt.

          Er­ind­ið er lagt fram og vísað til kynn­ing­ar í skipu­lags­nefnd.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
        • 6. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is - Bakka­kot202405085

          Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna umsóknar Eyrarvogs ehf. um veitingaleyfi fyrir Bakkakot, Minna-Mosfelli, sbr. ákvæði reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Um er að ræða umsókn í flokki II, þ.e. flokki umfangslítilla áfengisveitingastaða þar sem starfsemin er ekki fallin til að valda ónæði í nágrenninu. Tegund veitingastaðar fellur undir c lið reglugerðarinnar sem fjallar um veitingastað með fábreyttar veitingar í mat og/eða drykk.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um veit­inga­leyfi fyr­ir Bakka­kot, Minna- Mos­felli.

        • 7. Greni­lund­ur 27 L124566 - ósk um sölu lands202405128

          Erindi Guðmundar Sigurðssonar, f.h. Áslaugar Benediktsdóttur, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær kaupi lóðina Grenilund 27 sem er á vatnsverndarsvæði.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um ósk um kaup á um­ræddri lóð á fast­eigna­mats­verði.

        • 8. Frum­varp til laga um lög­ræð­is­lög (nauð­ung­ar­vistu, yf­ir­lögráð­end­ur o.fl)202405159

          Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um lögræðislög. Umsagnarfrestur er til og með 27. maí nk.

          Lagt fram.

        Í lok fund­ar var sam­þykkt að fund­ar­boð næsta fund­ar bæj­ar­ráðs, sem fram fer 23. maí nk., verði sent þriðju­dag­inn 21. maí þar sem 20. maí er al­menn­ur frí­dag­ur.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:29