16. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð202109561
Óskað er heimildar frá bæjarráði til viðauka við fjárhagsáætlun vegna uppbyggingar 5. áfanga Helgafellshverfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og felur fjármála- og áhættustýringasviði að undirbúa viðauka í samræmi við tillöguna og leggja fyrir bæjarráð.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Ráðning í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs202405164
Tillaga um ráðningarferil í tengslum við auglýsingu á stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um ráðningarferil vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
3. Led auglýsingaskilti á bæjarlandi við Baugshlíð202404350
Erindi frá Aftureldingu vegna LED skiltis í bæjarlandi við Baugshlíð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um nýtingu bæjarlands undir ljósaskilti með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsnefndar. Bæjarráð vísar umfjöllun og efnislegri meðferð um tillögugerð deiliskipulags til skipulagsnefndar. Þá er menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði falið að vinna að samningsgerð vegna skilta í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
4. Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum202405020
Erindi frá Hestamannafélaginu Herði vegna Íslandsmóts barna og unglinga í hestaíþróttum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
5. Athugasemd Hestamannafélagsins Harðar við fyrirhugaða stækkun Hlíðavallar202405065
Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem fyrirhugaðri stækkun á Hlíðavelli er mótmælt.
Erindið er lagt fram og vísað til kynningar í skipulagsnefnd.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
6. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis - Bakkakot202405085
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu umsagnarbeiðni vegna umsóknar Eyrarvogs ehf. um veitingaleyfi fyrir Bakkakot, Minna-Mosfelli, sbr. ákvæði reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Um er að ræða umsókn í flokki II, þ.e. flokki umfangslítilla áfengisveitingastaða þar sem starfsemin er ekki fallin til að valda ónæði í nágrenninu. Tegund veitingastaðar fellur undir c lið reglugerðarinnar sem fjallar um veitingastað með fábreyttar veitingar í mat og/eða drykk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um veitingaleyfi fyrir Bakkakot, Minna- Mosfelli.
7. Grenilundur 27 L124566 - ósk um sölu lands202405128
Erindi Guðmundar Sigurðssonar, f.h. Áslaugar Benediktsdóttur, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær kaupi lóðina Grenilund 27 sem er á vatnsverndarsvæði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum ósk um kaup á umræddri lóð á fasteignamatsverði.
8. Frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistu, yfirlögráðendur o.fl)202405159
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um lögræðislög. Umsagnarfrestur er til og með 27. maí nk.
Lagt fram.
Í lok fundar var samþykkt að fundarboð næsta fundar bæjarráðs, sem fram fer 23. maí nk., verði sent þriðjudaginn 21. maí þar sem 20. maí er almennur frídagur.