20. október 2020 kl. 16:45,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Tamar Lipka Þormarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Drög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022.
Framkvæmdaáætlun lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árin 2020-2022 samþykkt með fimm atkvæðum. Lýðræðis- og mannréttindanefnd vann með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,
tengdi sjö þeirra við markmið í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og fól
starfsmönnum nefndarinnar að vinna nánar að myndrænni framsetningu og
útfærslu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.- FylgiskjalDrög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022 30. júní.pdfFylgiskjalLýðræðisstefna Mosfellsbæjar_endurskoðun 2015-tillaga að breytingum.pdfFylgiskjalHeimsmarkmiðin og lýðræði - Mosfellsbær 27.5.pdfFylgiskjalHeimsmarkmiðin og lýðræði - Mosfellsbær 27.5.pdfFylgiskjalOkkar_Moso_2020_kynning.pdfFylgiskjalKynning á Asker comune.pdfFylgiskjalAsker_barekraft_engelsk_samlet.pdf
2. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020202005280
Jafnréttisfulltrúi greinir frá framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þökkuðu jafnréttisfulltrúa fyrir undirbúning og
framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020. Nefndin ræddi framkvæmd jafnréttisdags á komandi ári og samþykktu með fimm atkvæðum að jafnréttisdagur yrði með hefðbundnu máti en yrði einnig miðlað rafrænt með sambærilegum hætti og gert var í ár, þegar viðburðurinn var alfarið rafrænn.3. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022201906226
Jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar fór yfir stöðu verkefna í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2019 til 2022.
Lagt fram.