Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. maí 2021 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 40, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202006212

    Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Arnartanga 40 sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Arnartangi nr. 40, í samræmi við framlögð gögn. Grendarkynningu umsóknar um byggingarleyfi lauk 15.11.2020. Stækkun: 64,8 m²,184,1 m³

    Sam­þykkt

    • 2. Ástu-Sólliljugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010181

      Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 236,1 m², auka íbúð 73,8 m², bílgeymsla 45,9 m², 828,2m³

      Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar vegna um­sókn­ar um auka íbúð.

      • 3. Brekku­kot 123724 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011149

        Gísli Snorrason Brekkukoti sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á lóðinni Brekkukot, landeignanúmer 123724, í samræmi við framlögð gögn. Grendarkynningu umsóknar um byggingarleyfi lauk 15.02.2021. Stærðir: 136,7 m² 358,5 m³.

        Sam­þykkt

        • 4. Helga­dals­veg­ur 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202103566

          Einar K. Hermannsson Hólabraut 2 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús ásamt bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 239,5 m², bílgeymsla 60,7 m², 823,6 m³.

          Sam­þykkt

          • 5. Lund­ur 123710 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202105035

            Laufskálar Fasteignafélag ehf., Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta íbúðarhúss ásamt nýrri geymslu á lóðinni Lundur landnr. 123710, mhl 01 og 02, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir íbúðahúss breytast ekki: Geymsla 23,5 m², 47,6 m³.

            Sam­þykkt

            • 6. Mark­holt 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202104069

              Jónína Jónsdóttir Markholti 10 sækir um leyfi til stækkunar svala einbýlishúss á lóðinni Markholt nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.

              Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15