13. júní 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Sigurður Gunnarsson varamaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Hugmyndir varðandi deiliskipulag í landi Suður Reykja sendar til umsagnar umhverfisnefndar. Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar."
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir þessum hugmyndum, en leggur áherslu á að hverfisvernd sé virt og leggst gegn uppbyggingu mannvirkja innan hverfisverndar. Jafnframt verði hugað sérstaklega að fráveitu- og aðkomumálum.
2. Viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ201809335
Tillaga að endurnýjuðum fræðsluskiltum í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið og vonar að endurnýjun skiltanna gangi fljótt og vel fyrir sig.
3. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál201906067
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga með fyrirspurn um áhuga sveitarfélaga á landinum um sameiginlegan samráðsvettvang sveitarfélaga um Heimsmarkmið, loftslagsmál og umhverfismál
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir þátttöku í samsráðsvettvangi um heimsmarkmiðin og loftslagsmál, enda er um að ræða brýnasta málaflokk samtímans. Umhverfisnefnd leggur til að fulltrúar Mosfellsbæjar í samráðsvettvangnum verði umhverfisstjóri og skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.
4. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019201906065
Undirbúningur fyrir val á umhverfisviðurkenningum Mosfellsbæjar fyrir árið 2019
Lagt fram.
5. Samgönguvika í Mosfellsbæ 2019201906066
Hugmyndir að Samgönguviku í Mosfellsbæ 2019 lagðar fram til umræðu
Umhverfisnefnd ræddi mögulega útfærslu viðburða í samgönguviku í Mosfellsbæ.
Nefndin vill halda áfram þeirri góðu vinnu sem Mosfellsbær hefur staðið að og hvetur íbúa til þátttöku í vikunni.6. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Athugasemdir íbúa og hagsmunaaðila, sem fram komu á opnum fundi umhverfisnefndar um umhverfisstefnu Mosfellsbæjar lagðar fram, ásamt uppfærðum drögum að umhverfisstefnu
Umhverfisnefnd hefur unnið að gerð nýrrar stefnu frá síðasta kjörtímabili.
Fyrirliggjandi drög hafa verið send öllum nefndum bæjarins til kynningar og rædd á opnum íbúafundum.
Nefndin hefur unnið úr ábendingum sem borist hafa í því ferli og hefur nú lokið efnislegri yfirferð stefnunnar.
Umhverfisnefnd vísar drögum að stefnunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu og leggur einróma til að hún verði samþykkt.- FylgiskjalUmhverfisstefna_Mos_2018_drog_aths_opins_fundar_texti.pdfFylgiskjalUmhverfisstefna_Mos_2018_drog_aths_opins_fundar_texti.pdfFylgiskjalUmhverfisstefna_Mos_2018_drog_til_kynningar.pdfFylgiskjalUmhverfisstefna_afgr_fjsknefndar.pdfFylgiskjalSvarbréf skipulagsnefndar.pdfFylgiskjalUmhverfisstefna_Mos_2019_lokadrog_umhverfisnefndar.pdfFylgiskjalUmhverfisstefna_Mos_2019_lokadrog_umhverfisnefndar.pdf