12. desember 2023 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Í upphafi fundar var samþykkt að dagskrárliðir fundarins væru sameiginlegir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2024-2025202309334
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofu höfuðborgarborgarsvæðis kynnir starfssemi stofunnar og áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd og menningar- og lýðræðisnefnd þakka Ingu Hlín Pálsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir kynningu á starfsemi Markaðsstofunnar. Nefndirnar fagna stofnun Markaðsstofunnar og gerð áfangastaðáætlunar og telja að starfsemin verði til þess að efla höfuðborgarsvæðið í heild sem áfangastað og til þess fallin að nýta enn betur fjármuni, þekkingu og reynslu fyrri ára.
Gestir
- Inga Hlín Pálsdóttir
- FylgiskjalSamningur við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins- undirritaður.pdfFylgiskjalssh_skyrsla_lok_m_vidauka_lr.pdf
2. Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins - verkefni Mosfellsbæjar 2024202312146
Fram fer umræða atvinnu- og nýsköpunarnefndar og menningar- og lýðræðisnefndar um ný verkefni Mosfellsbæjar í áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.
Fram fóru umræður um endurskoðun verkefna Mosfellsbæjar í áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2024. Starfsmanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar falið að vinna að mótun tillagna um breytt verkefni meðal annars á grunni þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum.