13. mars 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsinga- og tæknimál í leik- og grunnskólum202403253
Upplýsingar veittar um upplýsinga- og tæknimál í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar
Lagt fram og kynnt.
2. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Bæjarstjóri kynnti helstu niðurstöður þjónustukönnunar Gallups. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.
Gestir
- Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
3. Farsæld barna 2024202403152
Kynning á aðgerðaráætlun 2024-2026
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á stöðumati á framkvæmd við innleiðingu á Farsæld barna og drög að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára. Fræðslunefnd mun fylgjast með framkvæmd og fá frekari kynningar eftir því sem fram líður.
Gestir
- Elvar Jónsson, leiðtogi farsældar barna
4. Klörusjóður 2024202403148
Skilgreindir áhersluþættir 2024
Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa umsóknir úr Klörusjóði fyrir 2024 og að áhersluatriði umsóknar að þessu sinni verði ákveðnar af umsækjendunum sjálfum. Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.