30. ágúst 2022 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) vara áheyrnarfulltrúi
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022202206381
Drög að dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2022.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar fyrir kynningu á drögum að dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2022 og felur jafnréttisfulltrúa að vinna áfram í verkefninu fram að næsta fundi nefndarinnar.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir
2. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022202208736
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd ræddi stöðu tilnefninga og samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir frekari tilnefningum fram að 5. september.
3. Drög að starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.202208735
Drög að starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram.